Hjólaði í vinnuna í dag eins og aðra daga. Veðrið er stillt og kalt (-6°C á mælinum heima). Ekkert snjóaði í nótt svo stígarnir voru enn svo gott sem lausir við snó eftir mokstur gærdagsins.
Nema hvað að í dag er Winter Bike To Work Day. Einhver út í heimi ákvað að einmitt þessi dagur í dag skyldi vera slíkur og ásamt öðrum setti af stað vefsíðu þar sem fólk allstaðar í heiminum getur skráð sig og heitið því að hjóla til vinnu í dag. Þetta tókst svo vel (ekki fyrsta árið sem þetta er gert þó það sé í fyrsta skiptið sem ég veit af því) að vefsíðan ítrekað þoldi ekki álagið og var oft óaðgengileg. Allavega þá er þáttakan góð og hér er kort sem sýnir fjölda þáttakanda (best að smella á myndina þá opnast stærri).
Á leið minni til vinnu sá ég 4 aðra á hjóli. Ég fór mína uppáhaldsleið meðfram Sæbrautinni (en hún hefur oft í vetur verið illfær og því hef ég hjólað meira meðfram Suðurlandsbraut). Nýji hjólastígurinn frá Kringlumýrarbraut að ljósunum rétt hjá Hörpu var næstum alveg auður þ.e. það sást vel í malbikið - vel gert hjá þeim sem sér um að hreinsa þann stíg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli