Í nótt var ansi mikið rok hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Í morgun var ég á báðum áttum með hvort ég ætti að hjóla til vinnu, en ákvað svo að láta slag standa og fara af stað. Ekki sá ég eftir þeirri ákvörðun því þó það væri enn hressilegur vindur þá var hann að mestu í bakið og það á að lægja með deginum (þó von sé á öðrum hvlli í kvöld) svo það ætti að vera þolanlegt að hjóla aftur heim eftir vinnu.
En vegna veðursins þá ákvað ég að hjóla Laugardaginn en þar er töluvert skjóbetra en meðfram sjónum sem ég hjóla annars oftast. En mér brá óneytanlega þegar ég kom í aspargöngin mlli Húdýragarðsins og Grasagarðsins. Stígurinn var þakinn greinum og laufi. Sumar greinar á stærð við lítil tré. Það verður nóg að gera hjá hreinsunardeildinni í dag.
9. september 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli