29. október 2009
21. október 2009
16. október 2009
Hraðamet
Loksins rauf ég 40 km/klst múrinn á hjólinu!
Var með ágætis meðvind, stígurinn örlítið niður í mót og beinn og breiður. Garmin græjan segir 41,2 en þetta var svo sem ekki í langan tíma.
Er orðin þvílíkt gölluð og gíruð fyrir veturinn. Komin á nagladekkin (sett undir þegar snjóaði þarna um daginn, auðvitað hefur hitastigið síðan verið rúmar 5 gráður). Keypti mér skærgult endurskinsvesti, fékk skuplu (buff) í kvennahlaupinu í vor sem ég ætla að nota undir hjálminn þegar kólnar aftur. Fékk mér nýtt framljós á hjólið og Eyrún fékk gamla ljósið mitt. Svo ég er til í flest. Nú er bara að sjá hvað veturinn býður uppá.
Var með ágætis meðvind, stígurinn örlítið niður í mót og beinn og breiður. Garmin græjan segir 41,2 en þetta var svo sem ekki í langan tíma.
Er orðin þvílíkt gölluð og gíruð fyrir veturinn. Komin á nagladekkin (sett undir þegar snjóaði þarna um daginn, auðvitað hefur hitastigið síðan verið rúmar 5 gráður). Keypti mér skærgult endurskinsvesti, fékk skuplu (buff) í kvennahlaupinu í vor sem ég ætla að nota undir hjálminn þegar kólnar aftur. Fékk mér nýtt framljós á hjólið og Eyrún fékk gamla ljósið mitt. Svo ég er til í flest. Nú er bara að sjá hvað veturinn býður uppá.
8. október 2009
Nagladekk og kattavandamál.
Setti nagladekkin undir hjólið í fyrradag. Fór svo á bílnum í vinnuna í gær (þurfti að skjótast með dótturina og þá er betra að vera á bíl). En hjólaði í morgun og það svo sem gekk vel en það er óþægilegur sláttur í afturdekkinu sem þarf að laga. Elías ætlar að kíkja á þetta með mér eftir vinnu.
Brandur er týndur. Hvarf að heiman fyrir að verða viku núna. Við förum daglega í Karfavoginn til að reyna að finna hann (og stundum nokkrum sinnum á dag) því hann hefur leitað þangað greiið. En hann er aldrei þar á sama tíma og við. Höfum þó frétt frá fyrrum nágrönnum að sést hafi til hans á þessum slóðum síðustu daga. Ætli það sé ekki best að skella inn auglýsingu á www.kattholt.is um að hann sé týndur ef einhver hefur tekið hann að sér þarna í hverfinu því við viljum gjarnan fá hann heim aftur.
Brandur er týndur. Hvarf að heiman fyrir að verða viku núna. Við förum daglega í Karfavoginn til að reyna að finna hann (og stundum nokkrum sinnum á dag) því hann hefur leitað þangað greiið. En hann er aldrei þar á sama tíma og við. Höfum þó frétt frá fyrrum nágrönnum að sést hafi til hans á þessum slóðum síðustu daga. Ætli það sé ekki best að skella inn auglýsingu á www.kattholt.is um að hann sé týndur ef einhver hefur tekið hann að sér þarna í hverfinu því við viljum gjarnan fá hann heim aftur.
21. september 2009
Haustverkin
Lauk við að stinga upp beðið meðfram innkeyrslunni. Setti svo niður 150 nýja haustlauka sem ég keypti í Garðheimum og laukana sem teknir voru upp í vor í Karfavoginum. Svo ef að þeir gömlu hafa lifað af sumarið þá ætti beðið að vera ansi litskrúðugt í vor. Hlakka til.
Keypti mér líka kúmenfræ en er ekki viss hvort ég á að setja þau niður. Segir á upplýsingablaðinu að plantan geti verið erfið í húsagörðum því hún vill dreifa sér um allt. Er einhver þarna úti með reynslu á kúmenræktun?
Svo var Siggi stormur að spá frosti í nótt, spurning hvort tími sé kominn á nagladekkin (á hjólið)?
Keypti mér líka kúmenfræ en er ekki viss hvort ég á að setja þau niður. Segir á upplýsingablaðinu að plantan geti verið erfið í húsagörðum því hún vill dreifa sér um allt. Er einhver þarna úti með reynslu á kúmenræktun?
Svo var Siggi stormur að spá frosti í nótt, spurning hvort tími sé kominn á nagladekkin (á hjólið)?
10. september 2009
9. september 2009
2. september 2009
Gaman gaman
Ó ég er svo hamingjusöm í nýja húsinu og nýja garðinum.
Í gær fékk Elías lánaða sláttuvél og henni fylgdi glæný hrífa handa okkur. Svo á meðan ég var á kóræfingu sló Elías garðinn. Eftir kvöldmat fór ég svo út með hrífuna nýju og fínu og rakaði yfir framgarðinn. Það er bæði mikið af mosa og sinu (dautt gras, kallast það ekki sina?) því sláttuvélin sá sjálf um að safna upp heyinu.
En ég var að spá. Ætli það megi færa runnana sem eru bakvið hús í beðið sem er við götuna? Og önnur spurning, hvenær færir maður runna og hvenær færir maður ekki runna?
Í gær fékk Elías lánaða sláttuvél og henni fylgdi glæný hrífa handa okkur. Svo á meðan ég var á kóræfingu sló Elías garðinn. Eftir kvöldmat fór ég svo út með hrífuna nýju og fínu og rakaði yfir framgarðinn. Það er bæði mikið af mosa og sinu (dautt gras, kallast það ekki sina?) því sláttuvélin sá sjálf um að safna upp heyinu.
En ég var að spá. Ætli það megi færa runnana sem eru bakvið hús í beðið sem er við götuna? Og önnur spurning, hvenær færir maður runna og hvenær færir maður ekki runna?
28. ágúst 2009
25. ágúst 2009
Hitt og þetta.
Vorum með opið hús í gær. Komu tveir að skoða, þarf að sjálfsögðu ekki fleiri ef annarhvor aðilinn hrífst af staðnum. Við bara bíðum og vonum.
Komnar myndir af Reykjavíkurmaraþoninu inni á www.hlaup.is. Þessar þrjár eru þær áhugaverðustu sem ég fann. Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3.
Skólarnir byrjaðir. Nú þurfa menn að venjast því að vakna snemma aftur. Fyrsti dagurinn er þó ævinlega sá léttasti, vöknunarlega séð. Það stefnir í strangan vetur hjá Hrund, allavega fyrir áramót. Mikið að gera bæði í dansi og bóklegum fögum. Eyrún ætlar í söngnámið aftur í vetur og halda áfram að æfa borðtennis.
Svo á pabbi minn afmæli í dag, til hamingju með daginn pabbi!
Komnar myndir af Reykjavíkurmaraþoninu inni á www.hlaup.is. Þessar þrjár eru þær áhugaverðustu sem ég fann. Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3.
Skólarnir byrjaðir. Nú þurfa menn að venjast því að vakna snemma aftur. Fyrsti dagurinn er þó ævinlega sá léttasti, vöknunarlega séð. Það stefnir í strangan vetur hjá Hrund, allavega fyrir áramót. Mikið að gera bæði í dansi og bóklegum fögum. Eyrún ætlar í söngnámið aftur í vetur og halda áfram að æfa borðtennis.
Svo á pabbi minn afmæli í dag, til hamingju með daginn pabbi!
23. ágúst 2009
Reykjavíkurmaraþon

Hljóp í gær 10 km í annað sinn. Nóttina fyrir ætlaði ég ekki að geta sofnað og vaknaði síðan fyrir allar aldir vegna kvíða. Fannst ég ekki hafa undirbúið mig nógu vel fyrir hlaupið og var viss um að ég væri að ofgera mér með því að hlaupa þetta í ár.
En ég var samt ákveðin í að hlaupa og sjá hvernig færi. Þorði ekki annað en að skrifa allar upplýsingar um mig aftan á keppnisnúmerið mitt sem var 3184 svona ef eitthvað færi verulega úrskeiðis og ég mundi lippast niður á miðri leið.
Upp rann hlaupadagurinn og ég hjólaði heim til Þórhalls. Klukkan var ekki orðin átta en samt voru margir á rötinu, allir í sömu átt og í hlaupagöllum (svolítið eins og uppvakningar að stefna allir á ákveðin stað, enginn fór í hina áttina). Þórhallur var við það að fara úr húsi þegar ég kom til hans, enda hljóp hann 21 km og það hlaup var ræst fyrr en mitt.
Svo kemur að því að mitt hlaup er ræst. Ég var búin að plana það að elta 60 mín blöðruna, eða allavega reyna að hanga í henni en sá það fljótlega að það gengi ekki upp. Fyrri hlutann af hlaupinu sá ég í blöðrurnar framundan (þó þær væru fyrir aftan mig í upphafi hlaups þá átti viðkomandi hlaupari greinilega auðveldara með að smegja sér á milli fólks og komast áfram heldur en ég). Hlaupið fór mjög hægt af stað vegna fjölda hlaupara. Það tók mig 3 mínútur frá því hlaupið var ræst að komast yfir byrjunarlínuna, eftir það komst meiri hreyfing á hópinn. En allt hlaupið var maður í þvögu, mikið meira en á síðasta ári þar sem hópurinn þynntist fyrr (en þá fór ég líka enn hægar yfir).
Eins og sést á myndinni þá hljóp ég nokkuð jafnt, tók eitt drykkjarstopp og hélt svo áfram. Í lokin tók ég smá endapretti en ekki mikinn. Ég náði að halda nokkuð góðum andardrætti allt hlaupið varð aldrei móð en einhversstaðar milli 8 og 9 km var ég orðin þreytt í fótunum og hefði tekið labbikafla ef það hefði verið lengri vegalengd eftir en þarna fannst mér ekki taka því.
Áhorfendur og klapplið voru hér og þar um alla brautina og ég efast ekki um að það fólk hafi haft mikil áhrif á það hversu skemmtilegt hlaupið var. Það gefur manni ótrúlegt búst að hafa þetta fólk þarna. Margir með potta og pönnur, einhverjir með bjöllur og svo raddböndin auðvitað.
Sem sagt frábært og skemmtilegt halup og ekki spurning að ég ætla aftur á næsta ári.
4. ágúst 2009
Of gott veður til að vera í innivinnu.
Í gær kom hersing manns að vinna í garðinum okkar. Það virkaði allavega sem hersing miðað við afraksturinn. Grasið var slegið og nokkrar greinar klipptar, þessar sem voru mest í gangveginum.




Myndirnar eru teknar áður en vinnan hófst og á meðan á vinnu stóð. Við fylltum a.m.k. 16 ruslapoka af því sem hreinsað var. Og munurinn er ótrúlegur. Þetta er að verða alvöru garður og nú sér maður betur hvað við er að eiga. T.d. komu í ljós 5 eða 6 rótarhnyðjur sem við mundum vilja grafa upp. Svo er steinabeð í garðinum sem einhverntíman hefur verið virkilega fallegt en ég ætla að taka í burtu.
En núna ætlum við að klára innivinnuna og flytja inn og koma okkur fyrir. Svo er hægt dunda sér við að koma garðinum í það horf sem við viljum hafa hann í.
1. ágúst 2009
Drauma- og óskalisti
Fengum lyklana að nýja húsinu á þriðjudag. Erum því byrjuð að mála þar og pakka á gamla staðnum. En það er ýmislegt sem uppá vantar og/eða gaman væri að eiga eða endurnýja og þessvegna varð þessi drauma- og óskalisti til.
Borðstofustólar
Baðskapur
Borð/vinnuborð í eldhúsið
Sófi
Sófaborð
Hjónarúm
Sjónvarp í leikherbergið
Þvottavél
Dyrakarmur úti
Handrið úti
Borðtennisborð
Fataskápur
Sláttuvél
Hjólbörur
Trjáklippur
Sög
Stigi
Stunguskófla
Úðari (þið vitið þetta sem snýst og vökvar garðinn)
Slöngurúlla
Fánastöng
Fáni
Vélsög
Strákústur
Gaffall/forkur (hvað heitir þetta)
Hrífur
Hekkklippur
Garðhúsgögn
Hjólagrind
Tvöfallt gler (þar sem það á við)
Safnkassi
Pallur
Fleira á örugglega eftir að koma í ljós eftir að við erum flutt inn. En þetta er svona það sem ég man eftir núna.
Borðstofustólar
Baðskapur
Borð/vinnuborð í eldhúsið
Sófi
Sófaborð
Hjónarúm
Sjónvarp í leikherbergið
Þvottavél
Dyrakarmur úti
Handrið úti
Borðtennisborð
Fataskápur
Sláttuvél
Hjólbörur
Trjáklippur
Sög
Stigi
Stunguskófla
Úðari (þið vitið þetta sem snýst og vökvar garðinn)
Slöngurúlla
Fánastöng
Fáni
Vélsög
Strákústur
Gaffall/forkur (hvað heitir þetta)
Hrífur
Hekkklippur
Garðhúsgögn
Hjólagrind
Tvöfallt gler (þar sem það á við)
Safnkassi
Pallur
Fleira á örugglega eftir að koma í ljós eftir að við erum flutt inn. En þetta er svona það sem ég man eftir núna.
27. júlí 2009
24. júlí 2009
10. júlí 2009
Safnkassinn
9. júlí 2009
Dagur 4 og 5
Eftir
þessa miklu keyrslu deginum áður vorum við ekki í mikilli ferðastemningu á degi 4. Planið var að fara að Strandakirkju og svo að sjónum við Þorlákshöfn og kíkja á Eyrarbakka og Stokkseyri. En við enduðum á því að fara bara að Strandakirkju og svo beint í bústað. Við áttum líka von á gestum því Guðlaug mágkona kom með strákana og við grilluðum okkur saman kvöldmat. Krakkarnir fóru í pottinn og eftir matinn upphófst mikill eltingaleikur við kanínu sem vappaði um svæðið en við höfðum séð a.m.k. 2 kanínur á svæðinu.
Dagur 5 sem einnig var sami dagurinn og við skiluðum af okkur bústaðnum var ljómandi fínn. Við fórum hluta af gullna hringnum þ.e. kíktum við hjá Strokki og sáum hann gjósa nokkrum sinnum og fórum síðan að sjá Gullfoss. Á báðum þessum stöðum var allt morandi í ferðamönnum. Ég hef ekki komið að Gullfossi í mörg mörg ár og það hefur mikið breyst. Búið að setja upp palla og stíga út um allt virkilega snyrtilegt og flott.
Ps. minni á að hægt að sjá stærri útgáfu af myndunum með því að smella á þær.
7. júlí 2009
Dagur 3, mánudagur
Það kemur í ljós að Hrund hafði farið á Njáluslóðir með skólanum í vor sem var einmitt á þessu svæði sem við vorum á svo við ákváðum að taka smá útúrdúr eftir að hafa heyrt söguna af því þegar Skarphéðinn Njálsson rennir sér niður hlíðar Stóru-Dímonar og
Eyrún
Eftir þessa hressilegu göngu fórum
Næsta stopp Vík í Mýrdal. Þá var kominn kaffitími og ég keypti mér bolla af tei (sem aumingja afgreiðsludrengurinn brenndi sig á) og við snæddum nestið okkar áður en við
Dyrhólaey var staður sem mig langaði á og að sjá. En þegar við komum þangað var komin þoka svo ekki sáum við mikið af gatinu sjálfu, en það er magnað að vera í þokunni. Svo örlítið rofaði til svo við gátum fengið nasasjón af útsýninu sem við vorum að missa af. Síðast þegar við komum hingað var hávaða rok og rigning svo við fórum aldrei út úr bílnum. Vonandi fáum við betra veður næst.
Dagur 2, sunnudagur
Þennan dag skoðuðum við Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn, Búrfellsvirkjun og Stöng sem er
uppgröftur stórbýlis sem er fyrirmyndin að Þjóðveldisbænum.
Hjálparfoss er ótrúlega fallegur og umhverfið kringum hann líka en fossinn er umkringdur stuðlabergi. Við gengum upp hlíðina hjá fossinum og sáum hann ofanfrá líka. Hrikalegt og fallegt í senn.

Þjóðveldisbærinn var einnig áhugaverður en á annan hátt. Og það allra besta við hann var að við fengum frið fyrir flugunum sem voru ansi ágengar þarna.
Engar myndir voru teknar í eða við virkjunina en hér eru nokkrar myndir af Stöng. Liturinn á gróðrinum inni í uppgreftrinum er ótrúlegur. Manni finnst hann næstum sjálflýsandi svo ljós grænn er burkninn sem þarna sprettur um allt. Við skráðum okkur í gestabókina og það er greinilega mikill gestagangur þarna. Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær og á síðustu myndinni sést gróðurinn einmitt mjög vel.

Sumarbústaðarferð.
Frábær ferð. Yndislegt land. Geggjað veður.
Já við vorum í sumarbústað í Ölfusborgum. Við ferðuðumst um suðurlandið og skoðuðum fallega landið okkar. Ég er búin að velja nokkrar myndir og reyna að vinsa úr þeim örfá sýnishorn af því sem við skoðuðum, sáum og gerðum og af því myndirnar eru fleiri en góðu hófi gegnir (þrátt fyrir svakalegan niðurskurð) þá ætla ég að skipa þeim upp í færslur eftir dögum.
Allra fyrsta daginn vorum við bara í nánasta nágreni. Kíktum aðeins í Hveragerði en þar voru blómadagar, brunuðum svo á Selfoss (því sængurfötin gleymdust heima svo við keyptum ný) og enduðum svo í bústaðnum og grilluðum í þessu líka frábæra veðri.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...