5. september 2015

Nýr stígur í vinnslu

Fann þennan stíg þegar ég hjólaði heim úr Kópavoginum í vikunni. Komst fljótlega að því að hann var enn í vinnslu, þ.e. á næstu gatnamótum voru gröfur og vinnumenn að grafa upp gamla stíginn.  En fallegur er hann þessi bútur sem er tilbúinn. Hlakka til að hjóla þarna þegar hann er fullgerður.

Stígurinn er við hliðina á útvarpshúsinu.  Fjólabláa línan sýnir hvar stígurinn er og rauði X-inn hvar hann endar og vinnusvæðið hefst,

31. ágúst 2015

Hjólað í ágúst 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 278 km, þar af 169 km til og frá vinnu og 109 km annað.

Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi eina heila viku og 3 hálfar (þ.e. vann fyrir hádegi), Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu en taldi ekki á heimleið. Mest taldi ég 30 og minnst 9.  
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.





Eitthvað að gerast.



16. ágúst 2015

Óskalínur, er verið að bregðast við?

Árið 2012 tók ég þessa mynd (sjá þessa færslu)



Í síðustu viku tók ég þessa:


Búið er að setja stikur eða hæla sitt hvoru megin við stíginn og spreyja með bláum lit í grasið. Spennandi að sjá hvort hér komi malbikaður stígur, því svona stígar sýna glöggt hvar rökrétt sé að hafa stíg fyrir gangandi og hjólandi, af því það er leiðin sem fólk fer um.
Ég veit um a. m.k. tvo aðra staði þar sem þetta á við um og einn stað þar sem nú þegar hefur verið breytt og settur malbikaður stígur.

Á síðunni Copenhagenize.com er oft skrifað um svona óskalínur (desire lines) og það hefur verið heilmikið skoðað hjá þeim hvaða leiðir fólk fer í raun og þær upplýsingar notaðar til að útbúa betri leiðarkerfi.  Smellið hér ef þið viljið lesa meira um slíkt hjá þeim.

14. ágúst 2015

Nokkur hjólastæði í Reykjavík

Er oftar og oftar að lenda í því að fá ekki stæði við hjólaboga þar sem ég fer.  Hér er ég með fjórar myndir af þremur stöðum.

Fyrsta myndin er tekin fyrir utan Kringluna kl. 10:24 mánudaginn 27. júlí 2015:

Næsta mynd er tekinn fyrir utan Borgarbókasafnið í Tryggvagötu kl: 12:16 föstudaginn 7. ágúst 2015:

Þriðju og fjórðu myndirnar tók ég fyrir utan Hótel Borg eða þar á horninu.  Fyrri myndin er tekinn laugardaginn 8. ágúst kl. 09:16 og sú seinni 9. ágúst kl. 12:37:


En þessir bogar eru bestu hjólastæðin að mínu mati, það er þægilegt að læsa hjólinu við þá og hjólið stendur nokkuð öruggt í hvaða roki sem er.

6. ágúst 2015

Góð viðbröðg hjá Reykjavíkurborg

Í fyrradag sendi ég Reykjavíkurborg ábendingu vegna þess að tré höfuð fengið að vaxa óáreitt inn á stíginn við Sæbraut og voru farin að valda óþægindum sérstaklega ef maður mætti einhverjum á þessum kafla.  Í morgun var búið að klippa trén og stígurinn því greiðfær aftur.

Hjólað í júlí

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 202 km, þar af 133 km til og frá vinnu og 69 km annað.

Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim.  Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.


Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ.  Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn.  Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,




1. júlí 2015

Jarðskjálftar

Mikið um jarðskjálfta núna á Reykjaneshrygg.  Sumir spá stórum skjálfta innan tveggja ára.
En svona lítur jarðskjálftakortið á www.vedur.is út í dag 1. júlí kl. 10.


Hjólað í júní 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 235 km, þar af 157 km til og frá vinnu og 78 km annað.

Hjólaði 14 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá, Sá að meðaltali 19 á hjóli á dag til vinnu og 25 á heimleið. Mest taldi ég 23 til vinnu og 34 á leiðinni heim.  Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.

Og af því árið er hálfnað þá er hér smá tölfræði, samanburður milli ára á þeim sem ég tel á hjóli til vinnu á morgnana.  Ég fer langoftast meðfram Sæbraut á leið minni til vinnu.  Ef það er mikið rok eða erfið færð þá hef ég farið Álfheimar/Laugardalur - Suðurlandsbraut - Laugavegur (sem var ansi oft í vetur).
Tölurnar eru meðaltal talninga á dag í hverjum mánuði.  Í maí á hverju ári hefst átakið "Hjólað í vinnuna" og það eru augljós áhrifin af þeirri keppni á fjölda hjólandi sem ég sé á morgnana.





Hér eru svo nokkrar úrklippur frá endomondo.com:

Þessi mynd ber saman hjólaðar vegalengdir í hverjum mánuði.  Merkilegt að sjá að ég hjólaði meira í sep., okt. og nóv. heldur en mánuðina á eftir.



Þetta er heildarsamantekt á því sem ég hef skráð frá því ég hóf að nota endomondo:


Hér er heildarsamantekt á því sem ég hjóla (þ.e. samgönguhjólreiðar, hér er ekki meðtalið þegar ég hef farið í hjólatúr bara til að hjóla) frá því ég fór að nota endomondo:

1. júní 2015

Hjólað í maí 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 263 km, þar af 192 km til og frá vinnu og 71 km annað.

Hjólaði 17 af 18 vinnudögum mánaðarins til vinnu, Sá að meðaltali 22 á hjóli á dag til vinnu og 20 á heimleið. Mest taldi ég 33 til vinnu og var það á fyrsta degi átaksins "Hjólað í vinnuna".  Máuðurinn var kaldur (kaldasti maí mánuður í 36 ár) en jafnframt sólríkur og það sannarlega léttir lundina að sjá til sólar.

Hér er heildarsamantekt á allri minni hreyfingu sem skráð hefur verið frá því ég hóf að nota endomondo forritið.

Póstur frá endomondo:

30. maí 2015

Tweed ride Reykjavík 2015

Virkilega skemmtilegur viðburður í dag, tweed ride Reykjavík.  Góð mæting þrátt fyrir rok (nokkra dropa úr lofti) og frekar kalt veður.
Menn hittust við Hallgrímskrirkju kl 14, allir fengu númer á handlegg og hjól þar sem vegleg verðlaug voru í boði fyrir best klædda karlinn og konuna og flottasta hjólið í lok viðburðarins.
Þegar allir voru komnir með númer var tekin mynd af hópnum (mönnum ráðlegt að leggja niður hjólin sín á meðan þar sem rokið var í því að fella þau).
Síðan var hjólað af stað í halarófu niður Skólavörðustíginn, aðeins í gegnum miðbæinn, safnast aftur saman við Hljómskálann áður en haldið var að Salt við Reykjavíkurflugvöll.  Þar var gott stopp og gafst mönnum tækifæri á að kaupa sér veitingar eða snæða nesti.
Eftir dágott stopp var lagt af stað aftur og aftur í miðbæinn, Snorrabraut og svo Laugaveg þar sem við vöktum töluverða athygli og voru ófáar myndir teknar af okkur af gangandi vegfarendum.  Við vorum líka dugleg að vekja á okkur athygli með því að hringja bjöllunum og brosa út að eyrum.
Skrúðreiðin endaði svo á Kex hostel þar sem boðið var upp á gúrkusamlokur og kaffi eða te.  Plús það að menn gátu keypt sér veitingar.  Þar fengu allir litla miða til að kjósa hver ætti að hljóta verðlaunin.

Pabbi var á sendisveinahjólinu sem hann keypti sér í vetur.  Hrund hafði málað fyrir hann á skilti sem er á hjólinu "Verzl. Nonna og Bubba" en það var verslun í Keflavík sem pabbi vann hjá sem sendill þegar hann var strákur og einmitt á mjög svipuðu hjóli.  Hann hafði fundið allskonar vörur til að setja í kassa framan á hjólið til að líkja eftir sendingum sem hann fór með á sínum tíma, enda vakti bæði hjólið og farmurinn eftirtekt hjá samhjólurum okkar.

Ég og mamma eigum eins hjól, sem við keyptum báðar á síðast ári.  Við hekluðum okkur pilshlífar sem við settum á hjólin í gær og vorum bara nokkuð ánægðar með afraksturinn.

Hér eru nokkrar myndir frá okkur (ég bæti svo líklega við myndum þegar ljósmyndari viðburðarins verður búinn að setja inn á síðuna).




28. maí 2015

Geymi hjólið úti og er óróleg


Þarf þessa dagana að geyma hjólið mitt úti á meðan ég er í vinnunni.  Vegna breytinga er fullt af dóti og drasli á staðnum þar sem ég hef hjólið vanalega (en það verður vonandi fjarlægt fljótlega).  Nú er ég alltaf að kíkja út um gluggann til að fullvissa mig um að hjólið sé enn á sínum stað.
Ég hef einu sinni lent í því að hjólinu var stolið, reyndar var ég þá líka svo heppin að fá hjólið aftur einhverjum vikum seinna.  En þá hafði ég einhvernvegin í fljótfærni ekki læst hjólinu við stöng heldur hékk lásinn bara á stönginni þegar ég kom að sækja það og verndaði ekki eitt né neitt og líklega hefur einhver fótalúinn gripið tækifærið.  Hjólið skilaði sér svo til lögreglunnar sem merkilegt nokk hirta það upp ekki langt frá þáverandi heimili mínu.

Það er ótrúlega vond tilfinning að missa farartækið sitt.  Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég reyndi það á eigin skinni hversu óþægileg tilfinning það er.  Og gleðin var mikil þegar ég fékk það aftur.

Ps. mig langar í svona körfu framan á hjólið eins og er á hjólinu við hliðina á mínu.

25. maí 2015

Hjólað með börn í Hollandi.


Enn er síðan

BICYCLE DUTCH

með fallegan póst sem sýnir okkur hversu undursamlega einfaldur og fjölskylduvænn fararmáti hjólreiðar eru.  Það er þetta sem við eigum að stefna að og við verðum að passa okkur á því að festast ekki í hræðsluumræðunni.  Horfið á myndbandið og njótið.
Þessi kafli hjá þeim heitir Cycling with babies and toddlers og er nokkur texti og ljósmyndir með sem er þess virði að lesa og sjá.

12. maí 2015

"The Idaho Stop”

Rakst á þessa áhugaverðu grein á Hjóladagblaðinu er varðar relgur vegfaranda gagnvart umferðarljósum.  Hér er slóðin á greinina sjálfa.

Í Idaho var reglum varðandi umferðarljós breytt árið 1982 hvað varðar hjólandi umferð skv. greininni.  Fyrir hjólandi er rautt ljós eins og stöðvunarskylda og stöðvunarskylda eins og biðskylda.  Þ.e. þegar hjólandi koma að ljósastýrðum gatnamótum og mæta rauðu ljósi þá skulu þeir stoppa og athuga hvort umferð sé um gatnamótin, ef svo er ekki mega þeir halda áfram yfir.  Eins er með stöðvunarskylduna þar skulu hjólandi hægja á sér, en ef óhætt er að halda áfram meiga þeir það án þess að vera að brjóta lög.  Þetta hefur reynst vel í Idaho og ég er nokkuð viss um að þetta mundi virka vel hér hjá okkur líka.

Greinahöfundur ákvað að gera tilraun í sínum heimahögum sem eru í Seattle, hann ákvað að hafa þrjá mánuði sem reynslutíma.  Um árangurinn getið þið lesið í greininni.

(Hef áður póstað um sama efni, sjá hér)

6. maí 2015

Fyrsti dagur átaksins Hjólað í vinnuna

Og fjöldamet ársins slegið á fyrsta degi, sá 33 á hjóli í morgun.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:  Hjólað í vinnuna

Ég tek ekki þátt í ár og hef ekki gert síðan 2009 að ég held, þó ég hjóli til og frá vinnu alla daga allt árið um kring.  Aðstæður eru þannig að samstarfsmenn eru lang flestir í vaktavinnu á 12 tíma vöktum og fæstir búa það nálægt vinnustaðnum að þeim finnist það heppilegt að hjóla.
En ég er mjög ánægð með þetta átak og er ekki í nokkrum vafa um að það hafi hjálpað mögum að yfirstíga fordóma gagnvart hjólreiðum (fordómar s.s. að ekki sé hægt að hjóla hér vegna veðurs, eða það eru of margar brekkur) og hafa séð að veðrið er alltaf verra þegar þú situr inni í bíl, maður er fljótur að hjóla sér til hita sé kalt úti (og lærir fljótt hvernig best er að klæða sig).
Nú er spennandi að sjá hvort fjöldametið verði aftur slegið næstu daga.


1. maí 2015

Hjólað í apríl 2014 (og smá labb)

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 219 km, þar af 163 km til og frá vinnu og 56 km annað.  

Hjólaði 15 af 18 vinnudögum mánaðarins til vinnu, páskarnir voru í þessum mánuði og því eru svona fáir vinnudagar.  Apríl mánuður var töluvert skemmtilegri en mars og þónokkuð bjartari.  Um miðjan mánuðinn skipti ég af vetrarhjólinu yfir á sumarhjólið og vona að ég þurfi ekki meira á vetrarhjólinu að halda í bili.  Hitastigið helur sig í kringum frostmarkið en seinni part mánðarins hefur sólin skinið og það munar svo ótrúlega mikið um hana blessaða.

Sá að meðaltali 10 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 19 til vinnu og 20 á heimleiðinni.

Meðalferðahraði í mánuðinum var 15,6 km/klst til vinnu og 15 km/klst heim.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 19 mín heim.  Hraðinn hefur aukist með betri færð, en ég er samt hætt að keppast um hraðann og finnst þessi hraði sem ég er á núna vera fínn.  Áður átti ég til að pirra mig á því þegar einhver tók fram úr mér og fór þá í keppnisgírinn, líklegast hef ég róast með aldrinum og kippi mér ekki upp við þetta lengur.

Í mánuðinum fór ég í kórferðalag til Lissabon þar sem nokkuð var um labb, aðallega um miðbæinn.  Því miður kveikti ég ekki alltaf á endomondo þegar við fórum út og því vantar mig þegar við fórum upp að kastala heilags Georgs, en hann er ansi hátt uppi og hefði verið gaman að sjá hæðarmuninn.  En Lissabon er ansi hæðótt borg og finnst mér allar brekkur hér stuttar og flatar í samanburði, enda sá maður ekki mikið af hjólum í hæðunum en eitthvað af þeim í notkun niðri í bæ.

Bætt við 5.5.2015, póstur frá endomondo:

22. apríl 2015

Hjólreiðar í Lissabon - hugsað upphátt.

Var í 5 daga kórferðalagi í Lissabon núna í apríl.  Þetta er ótrúleg borg, bæði falleg og ljór og í uppbyggingu.  Mjög svo lifandi.  Veðrið var fínt, líkt og góður sumardagur hér á Íslandi (kalt í skugga og á kvöldin en hlýtt í sólinni, kaldur vindur).

Borgin er mjög hæðótt, flestar brekkur í Reykjavík stuttar og flatar miðað við Lissabon.  Fannst ég sjá álíka marga hjólandi þar og hér, þ.e. ekki mjög margir en alltaf einn og einn og stundum hópa.  Þá annaðhvort túristar í skoðunarferð eða spandexklædda-æfingahópa (geri ég ráð fyrir).  Í bröttu brekkunum sá ég hjólin aldrei fara upp og ég velti því fyrir mér hvort menn nýti sér einhver önnur samgögnutæki til aðkoma hjólunum upp.

Eitthvað er um hjólastíga en þeir sem ég sá voru yfirleitt stuttir og enduðu einhvernvegin hvergi og gangandi notuðu þá mikið, sá ekki marga hjóla á þeim (líklega út af öllum gangandi) en hjólastígarnir voru sléttir á meðan gangstéttar voru úr steinum sem voru oft ekki mjög sléttir.  Menn almennt hjóluðu á götunum, en umferðin er frekar þung og göturnar almennt þröngar og ég er ekki viss um að ég mundi treysta mér til að hjóla á götunum þarna.

Tók svo sem ekki mikið af hjólamyndum en hér eru nokkrar þar sem sést í hjólastíga.





14. apríl 2015

Snjórinn farinn og kemur vonandi ekk aftur.

Í gær og í dag var rigning.  Spáin segir hita yfir frostmarki alla þessa viku.  Kannski er vorið að ná yfirhöndinni.  Er núna á sumarhjólinu og vona heitt og innilega að ég þurfi ekki á hinu hjólinu að halda aftur fyrr en næsta haust.

1. apríl 2015

Hjólað í mars 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 248 km, þar af 196 km til og frá vinnu og 52 km annað.  

Hjólaði 19 af 22 vinnudögum mánaðarins til  vinnu.  Mars mánuður var ekki eins skemmtilegur veðurlega eins og ég hafði vonað.  Eftir að hafa þraukað febrúar var ég viss um að mars yrði þægilegri.  En 3x fékk ég far heim úr vinnu vegna leiðinda veðurs (2x með hjól og einu sinni var það skilið eftir í vinnunni).  Það er þó orðið bjart á morgnana og hætti ég að nota ljósin á hjólinu í mánuðinum.  Nokkrir dagar voru alveg frábærir og gat ég hjólað á sumarhjólinu í tvo daga sem var hrein dásemd.
 
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleiðinni. Mest taldi ég 8 til vinnu og 15 á heimleiðinni (nokkrir sólríkir og fallegir dagar sem fólk að sjálfsögðu nýtir til að hjóla).  

Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.



 Þessi mynd hér fyrir neðan sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo.  Fljólega geri ég ráð fyrir því að fara niður fyrir meðaltalið, en er á meðan er.

Bætt við 7. apríl 2015:
Veit ekki afhverju tölurnar frá endomondo stemma ekki við tölurnar hjá mér, tel helst að mánuðurinn hjá þeim skarist eitthvað við dagana því ég er að nota tölur úr endomondo þegar ég skrái inn í excelskjalið mitt.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...