26. október 2006

Helga, blessa þessi jól


Í gær var kóræfing. Fyrsta kóræfingin þar sem lagið hans pabba var æft í raddsetningu sem ég og Arnar bróðir gerðum fyrir afmælið hans pabba. Þetta er sem sagt lagið sem fjölskyldukórinn söng í afmælinu við texta sem Eyrún og ég sömdum.

Textinn sem nú var notaður er sá sem lagið var upphaflega samið við eða jólakveðja frá Bjarna (Minnu maður). Mér tókst að skella inn textanum við lagið og prenta það út fyrir kóræfinguna í gær (með töluverðum vandærðum og mikilli hjálp frá Elíasi því tæknin var að stríða mér). En svo vantaði titil á verkið. Textinn endar á því að drottinn er beðinn um að helga og blessa jólin og fannst mér tilvalið að nota það sem titil. Það var svo ekki fyrr en á æfingunni að menn spurðu: "Hver er þessi Helga?" sem ég áttaði mig á mistökunum.

4 ummæli:

Smútn sagði...

Viltu að ég hringi í múttu? Hún væri örugglega til í létta blesssun ef því er að skipta.

BbulgroZ sagði...

Já auðvitað er átt við þá Helgu, ég var samt með aðra í huga : )

Pooran sagði...

Skemmtilegt þetta. Verð að skjóta aðeins á þig frænka. Ég er Sigurðarson en ekki Sigurðsson.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Jebbs búin að fá skilaboðin og búin að laga, kæri frændi. Biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...