Komumst að því í gær að Elías fer ekki inn í svefnherbergið okkar nema bara þegar hann fer að sofa.
Þannig var að í gær tók ég mér frídag og ákvað að breyta í svefnherberginu með hjálp dætranna. Við sögðum Elíasi ekki frá neinu og svo biðum við og biðum eftir því að hann færi inn í herbergið og sægi herlegheitin. Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar stelpurnar voru að undirbúa háttinn að Eyrún gafst upp og lokkaði pabba sinn inn í herbergið með klækjum.
Skrítið þetta því mér finnst ég alltaf vera að skottast inn og út úr umræddu herbergi til að ná í hitt og þetta og svoleiðis.
Hvernig er þetta hjá þér, svo ég forvitnist aðeins?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
2 ummæli:
Fataskápur í mínu herbergi er þar nánast öllum stundum
Tja góð spurning, ég fer nú ekki oft nema bara þegar ég kem heim úr vinnu og skipti um föt...svo við erum að tala um þetta 3x yfir daginn, þegar ég vakna, kem heim og svo þegar ég fer að sofa.
Skrifa ummæli