2. nóvember 2006

Að losa sig við drauga.

Hef haft þá nokkra á bakinu í allt of langan tíma. En nú í dag með 2 símtölum tókst mér að losna við einn og minnka annan.

Við hjónin hófum í vor að stunda ræktina af miklum móð - eeeh... svona allavega í upphafi. Síðan förum við til útlanda... og svo hófst skólinn hjá dætrunum... og almennt amstur... og þá er ekki lengur pláss fyrir þennan lið í lífinu og við ákveðum að segja upp samningi þeim er gerður var.
Eftir að hafa haft uppsagnardrauginn á bakinu í nokkurn tíma tókst mér að láta verða af því að fara á staðinn og segja þessu upp. En það sem gleymdist var að fá kvittun fyrir öllu saman. Svo draugurinn hékk enn á bakinu.
En loksins hringdi ég á staðinn. Nú, þá er það illgeranlegt að útbúa pappír og senda í pósti, menn eiga að mæta á staðinn fyrir svona nokkuð!
Ég segi ok og dröslast áfram með drauginn.
Það er skrítið með svona drauga hvað þeir eiga það til að stækka því lengur sem þeir fá að hanga. En aldrei kom ég mér á staðinn til að losa mig við hann og draugurinn heldur áfram að stækka og pirra mig (því draugar eru duglegir við svoleiðis).
Síðan loksins kom að því áðan að mér fannst kominn tími til að losna við hann endanlega og ég hringdi aftur. Þá allt í einu er ekkert mál að senda viðeigandi pappíra í pósti.

Og púff, draugurinn hvarf.

Og þá hugsar maður, afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Tja, ef ég kannast ekki við þessa drauga ha...held ég hafi þó þann eiginleika fram yfir þig að geta haft þá fleiri en tvo á bakinu og jafnvel svo árum skiptir og ég jafnvel man hreinlega ekkert af hvaða ástæðu sumir af þeim eru þarna enn : )

Refsarinn sagði...

Já hélt ég væri á blogginu hans absaluts á tímabili ;)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...