Varð fyrir mjög svo taugatrekkjandi upplifun fyrir helgi. Ég fór með dóttur minni í 10-11 í Glæsibæ því það vantaði eitthvað í nesti daginn eftir. Við vorum báðar léttar í skapi og flissuðum svolítið eins og ungpíum sæmir.
Þegar við gengum út var þar maður hálfur ofan í ruslatunnu, greinilega að skipta um ruslapoka. Um leið og við göngum framhjá stendur hann upp og segir eitthvað við okkur. Við stoppum til að heyra hvað maðurinn segir því hann var greinielga að tala við okkur.
Þá stendur hann þarna, starir á okkur mjög svo illilegur á svip og hreytir í okkur ókvæðisorðum á ensku svo ljótum að ég vil ekki endurtaka þau. Okkur bregður og við svona hálfvegis frjósum og erum að ekki alveg að skilja hvað gengur hér á (höfum án efa verið ansi bjánalegar í framan). En maðurinn heldur áfram og einblína á okkur og fara með bölbænir.
Á endanum þríf ég í dóttur mína og við strunsum út, inn í bíl og af stað. Þá sjáum við að maðurinn kemur út á eftir okkur og skimar um stæðið eins og hann sé að leita að okkur eða eitthvað.
Við vorum í léttu sjokki eftir þetta. Ekki alveg að skilja hvað eiginlega geriðst eða hvað manninum gekk til. Gæti verið að hann hafi haldið okkur vera að hlæja að sér og brugðist svona illilega við?
Af einhverjum ástæðum minnti þetta mig á bókina Thinner sem ég las fyrir töluvert mörgum árum og er eftir Stephen King. Og ónotatilfinningin vildi bara ekki hverfa.
22. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
dísus kræst!! var hann íslenskur heldurðu? getur bara ekki verið!! við erum öll svo æðisleg...
Ja hérna hér...að einhver vilji hrópa ókvæðisorðum á önnur eins ljúfmenni og systur mína og hennar dóttir. Eina sem ég hef að segja í þessu máli er, ja hérna hér!!
Skrifa ummæli