5. janúar 2007

Íbúðavandræði

Það koma tímabil þar sem ég er alveg að gefast upp á þrengslunum í íbúðinni minni. Og þá fer maður að skoða fasteignaauglýsingar.

Svoleiðis tímabil hefur verið núna og í gær fórum við og skoðuðum eina íbúð sem lofaði ansi góðu. Er skráð næstum því 40 m2 stærri en okkar plús það að hún er ekki í kjallara og er með bílskúr. Auðvitað er verðið ekki neitt allt of spennandi (32 milljónir), en kannski væri hægt að toga það eitthvað niður. Þetta er það sem við höfðum í huga. Töldum jafnvel, í einfeldni okkar að þarna væri eignin fundin.

Svo skoðum við hana. Andrúmsloftið í henni er mjög gott. Þetta er timburhús og það marrar í gólfinu (mjög heimilislegt). En hún er of lítil, tilfinningin er að hún sé svipuð að stærð og sú sem við erum í. Eldhús og bað pínu, pínu lítið svefnherbergi og stofa í ágætri stærð en virkar samt voða svipað og það sem við höfum. Vonbrigðin voru gífurleg.

En síðan þá hef ég fundið draumahúsið. Einbýlishús með aukaíbúð í kjallara. Kostar ekki nema 59 milljónir!!! Er ekki einhver þarna úti tilbúinn til að fjármagna kaupin á því húsi handa mér?

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Kannast vel við þessa tilfinningu, verandi leitandi að íbúð sjálfur : )

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...