11. janúar 2007

Fljótari en strætó!!!

Það er ekki oft sem það er fljótlegra að ganga heim en að taka strætó, sérstaklega þegar vegalengdin sem um ræðir er u.þ.b. 5 km. En það átti við í dag.

Á venjulegum degi er ég komin heim kl. 16.30. Í dag þegar kl. var 16.50 sat ég enn í strætó ekki komin lengra en 1 km nær heimili mínu en áður en sest var upp í strætó. Því tók ég þá ákvörðun að ég nennti þessu ekki lengur, fór út úr vagninum og lagði af stað á tveimur jafnfljótum.

Ég bjóst svo sem ekki við því að vera komin fyrr heim með þessu móti, en allavega var ég að gera eitthvað sem ekki er ógurlega niðurdrepandi og leiðinlegt (eins og að sitja í strætó).

En þegar ég kom heim var strætó enn ekki farinn framhjá mér. Og því var ég fljótari en strætó!

Ástæðan fyrir þessu öllu var auðvitað snjórinn sem kyngt hafði niður mestan part dagsins og olli töfum á allri umferð, plús það að einhver snillingur hafði lagt bílnum sínum út á götu í þröngum miðbænum svo strætó komst ekki framhjá og varð að bíða þar til eigandinn loksins kom (eftir næstum 10 mín)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ofurkonan Fransína! Strunsar af sér strætó.

BbulgroZ sagði...

Já þetta gæti verið fyrirsögnin : )
En ég vil bara óska þér til hamingju með þetta : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...