Það var nú bara þannig að ég var í minni venjubundinni heimsókn í heimabankann fyrir vinnuna þegar augun rekast í það að búið er að draga heilar níutíukrónur af reikningnum í þjónustugjald.
Þar sem ég er einlægur mótmælandi hverskonar óþarfa gjalda tók ég upp símtólið og hringdi í bankann. Stúlkan sem ég talaði við taldi líklegast að þetta væri kostnaður vegna sendinga á kvittunum en ekki vildi ég kannast við að hafa beðið um kvittanasendingu svo hún ætlaði að athuga þetta betur og hafa svo aftur samband. Sem hún og gerði en hafði enn enga skýringu á þessu gjaldi. Þá fór ég fram á að gjaldið yrði bakfært. Stúlkugreiið hafði greinilega ekki heimild til að veita slíkan afslátt af ósanngjörnum gjöldum svo hún ætlaði að kanna málið enn frekar.
Í morgun fékk ég aftur upphringingu þar sem mér er tjáð að gjaldið verði endurgreitt inn á reikninginn, en enn og aftur engin skýring gefin á því hvers vegna í upphafi þetta var dregið af reikningnum.
Hvursu margir ætli láti svona gjaldtöku fram hjá sér fara?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Laglegt Bjarney, er einmitt að skoða VOdafone reikning, þar er hann upp á 16hunruð og eitthvað reikningurinn, en þegar ég ætla að greiða hann á netbankanum eru allt í einu kominn aukalega 450 kr á, "ÖNNUR GJÖLD!!" heitir sá reitur!! Djöfull og helv...
Þarna sýndir þú þeim aldeilis....Ég held stundum að þessi fyrirtæki öllu gætu verið að ræna mig þúsundum með öllu svona auka eitthvað helvítis ég fylgist ekkert með þessu
Skrifa ummæli