Horfði á þáttinn í gær þar sem framlag Íslands til júróvisión var valið. Skemmti mér bara nokkuð vel. Hefði mátt sleppa viðtölunum við mæður flytjenda, þó þær kæmu allar vel fyrir var það einfaldlega ekki skemmtilegt eða fróðlegt. Og hvað er með þessa spurningu um hvenær fólk byrjaði að syngja? Vitið þið um einhvern sem aldrei söng neitt fyrr en hann varð 10 ára og þá allt í einu opnar munninn og út streymir þessi líka fallegi söngur?
Var að heyra u.þ.b. tvo þriðja af lögunum í fyrsta skipti og fannst þau misskemmtileg.
En svona er mitt álit:
1. In your dream eftir Davið Olgeirsson.
Skemmtilegt og grípandi lag. Mætti mín vegna alveg fara áfram. Fannst söngurinn þó ekki alveg nógu öruggur.
2. Gef mér von eftir Guðmund Jónsson í flutning Páls Rósinkrans.
Var að heyra lagið í fyrsta skipti og fannst það ekkert spes. Ég er kannski ekkert of hrifin af gospeltónlist.
3. This is my life eftir Örlyg Smára í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Óskar.
Hmmm... þetta lag vann og þau tvö eru Eurovisionformkökur. Jú, jú allt í lagi lag. Eitt af þeim sem ég var að heyra í fyrsta skiptið. Grípandi og hressilegt. Eurovision slagari.
4. Don't wake my up eftir Möggu Stínu í flutningi Ragnheiðar Gröndal.
Ekki spurning, mitt uppáhaldslag í keppninni. Var að heyra það í fyrsta skipti líka og féll kylliflöt. Algjörlega tónlist eftir mínu höfði. Ég meira að segja kaus lagið!
5. Ho, ho, ho we say hey, hey, hey eftir Barða Jónsson.
Get sagt að ég var mjög fegin að þetta lag fer ekki út.
6. Hvað var það sem þú sást í honum eftir Magnús Eiríksson í flutningi Baggalúts.
Krúttlegt lag og krúttlegur flutningur. Svolítið gamaldags og eitt af þessum lögum sem manni finnst maður hafa heyrt áður og getur sungið með við fystu hlustun.
7. Núna veit ég eftir Hafdísi Huld Þrastardóttur í flutningi Magna og Birgittu Haukdal.
Að mínu mati var þetta lag þarna bara út af flytjendunum. En ég var að heyra þetta lag líka í fyrsta skitpið, kannski batnar það eftir því sem maður heyrir það oftar.
8. Hvar ertu nú eftir Dr.Gunna í flutningi Dr. Spock.
Úff. Flipp og húmor. Sniðugt sjó, en ekki skemmtilegt lag. Líka mjög fegin að þetta lag fór ekki áfram.
24. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
3 ummæli:
Sæl Bjarney. Ég get nú ekki sagt að þessi lög hafi hrifið mig neitt í hæstu heima. En ég var nú samt að vona að lagið hans Barða færi út bara til þess eins að brjóta upp þessa formúlu sem mér finnt orðin í Júróvísion. Kveðja, Auður.
Greinargóð lýsing á þessu dæmi. Er sammála þér í meiginatriðum. Lagi Olgeirs og Gröndal voru að mínu mati skemmtilegustu lögin, en illa til þess fallin að fara út í svona keppni. Júróbandið mátti alveg fara en mér þykir það lag og Barðalagið eiga heima í ruslatunnu, enda held ég að Ho ho lagið hafi verið samið í þeim tilgangi, semja rusl sem öllum finnst æðislegt : )
Skrifa ummæli