Það er sem mig minni að ég hafi áður skrifað um ástríðu mína á snjómokstri hér á skobara. Ef nokkkur snjókorn falla af himun er ég komin út með skófluna að moka.
Það hafa gefist nokkur tækifæri nú í vetur til að halda skóflunni á lofti, en þó verður að segjast að hingað til hafa "gæðin" á snjónum ekki verið sem best þ.e. snjórinn er helst til of léttur í sér og fýkur svo til strax aftur til baka yfir það sem mokað var (sem mætti ætla að væri ánægulegt því það þýðir meiri mokstur en ánægjan felst í því að sjá mun fyrir og eftir).
Svo í morgun... ahhh í morgun.... Fallegur snjór yfir öllu, þykkur, lokkandi...
Einmitt sama daginn og ég hef enga orku nema til að skipta um stöð í sjónvarpinu. Ég þarf að hýrast inni með hita, beinverki, kvef og hálsbólgu. Ó mig auma.
7. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
2 ummæli:
Sæl Bjarney mín. Vonandi ertu eitthvað að hjarna við í veikindum þínum :) Hér er sko nógur snjór að moka fram og til baka af öllum gerðum og stærðum, og núna hafa svellin bæst við :(
Æj og ó, er hún veik.
En vonandi nær snjórinn einhverri festu svo þú getir mokað af einhverju viti, en megi hann hverfa á braut mín vegna.
Skrifa ummæli