28. mars 2012

Franskar makkarónukökur

Mér finnst gaman að baka og fyrir jól rakst ég á uppskrift af frönskum makkarónukökum sem mig langaði að spreyta mig á. En það var ekki fyrr en í dag að ég gaf mér tíma í það því það þarf að dúlla við þessar kökur.
Deginu skipti ég í þrennt til að gera þrjár útgáfur. Ein með kakói (brúnt), ein hvít og ein með rauðum lit.
Hráefni eru söxuð, þeytt og hrærð saman eftir kúnstarinnar reglum og svo þarf degið að standa í 30 mín þegar það er komið á bökunarplötuna áður en það fer í ofninn..
Samkvæmt uppskrift á að baka kökurnar í 8-10 mínútur. En þegar ég tók fyrstu plötuna út úr ofninum var fljótlega ljóst að það var of stuttur tími því þær kökur féllu allar saman (sjá mynd). Næsta plata fékk að vera fyrst í 12 mín, svo 15 og endaði í 20 mín og tókst bara ljómandi vel svo sú þriðja og síðasta var í friði í 20 mín í ofninum. Mér finnst þetta ævinlega vera raunin að tími sem gefinn er í uppskrift er of stuttur.
Kremið var líka dúlluverk, fyrst að saxa niður súkkulaði, hita rjóma og hunang, blanda saman, bæta svo köldum rjóma við og síðan að láta standa í klst í kæli. Þá tekið út og þeytt (í raun þeyttur súkkulaðirjómi namm namm).
Og hér eru svo þær kökur sem heppnuðust komnar með krem og alles. Dísætt og dásamlegt.

Engin ummæli:

Hjólað í janúar frá árinu 2010 til og með 2018

Nú eru kaflaskil í mínu lífi.  Í gær lauk 20 ára starfi í fangelsunum á höfuðborgarsvæðinu.  Öll þessi ár hef ég hjólað til og frá vinnu, fy...