18. mars 2012

Laugardagshjólreiðar LHM


Í gær fór ég í mjög svo skemmtilegan hjólatúr um höfuðborgina. Á hverjum laugardegi yfir vetrarmánuðina eru farnar þessar ferðir (sjá nánar hér) á vegum Landsambands hjólreiðamanna. Safnast er saman á Hlemmi og vorum við 7 þennan morguninn þótt veðrið virkaði ekkert allt of spennandi áður en lagt var af stað.
Það var snjór yfir öllu og svolítill vindur sem feykti snjónum tilþrifamikið af húsþökum og gaf þá mynd að veður væri slæmt.
Við byrjuðum með vindinn í bakið og fórum í austurátt. Það var hjólað á þægilegum hraða og spjallað á leiðinni stemmingin var góð. Á meðfylgjandi mynd sést leiðin sem við hjóluðum.

Þarna hitti ég fólk sem ég hef séð og jafnvel haft samskipti við á netinu á hjólasíðum, bloggi og facebook. Gaman að því.

Ferðin endaði svo í bakaríinu í Mjódd þar sem við fengum okkur að borða áður en leiðir skildust, en ég fór fyrr en aðrir til að geta séð Eyrúnu keppa í borðtennis.

Það er ekki spurning að ég ætla aftur með í þennan hjólatúr og jafnvel að draga fólk með mér, verst að ég kemst ekki næsta laugardag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar mjög skemmtilega, alltaf gaman að fara í svona leiðangra, sérstaklega á hjóli! Hlakka til að geta hjólað í sumar með góða veðrinu ef það kemur einhverntímann.

-Hrund

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...