Það var á mánudaginn fyrir tveimur vikum sem ég hélt ég væri að leggja of seint af stað í vinnuna.
Það var svo bjart um morguninn, reyndar var hvít jörð sem gerir það að verkum að allt er bjartara. En ég var í fyrsta skipti á þessu ári á báðum áttum um hvort ég þyrfti að kveikja ljósin á hjólinu (sem ég þó gerði).
Það er órúlegt hvað birtan gefur manni mikið. Ég átta mig aldrei á því fyrr en það fer að birta hvað myrkrið liggur þungt á mér. Maður er allur einhvern vegin léttari þegar birtir. Og þá fer að kræla á lönguninni til að gera hitt og þetta eins og að fara í lengri hjólatúra, undirbúa garðinn fyrir sumarið (þó það sé enn helst til of snemmt að fara að hreinsa beðin), skipuleggja sumarfríið og fleira í þeim dúr. Vorið er skemmtilegur tími og er sem betur fer rétt handan við hornið.
Nagladekkinn fá að vera undir hjólinu enn um stund því maður veit aldrei og páskarnir eru eftir. En mikið hlakka ég til sumarsins og að geta verið léttklæddari á hjólinu. Yfirbuxurnar hafa oftar fengið hvíld undanfarna daga því hitastigið er almennt yfir frostmarki og ég hef ekki notað buff
undir hjálminn í marga daga og bara það breytir ótrúlega og mér finnst ég vera léttari á hjólinu, þó svo þetta sé allt í töskunni sem hvílir í körfunni á hjólinu tilbúið til notkunar ef á þarf að halda.
Svo er það þetta með hjálminn. Mig er svolítið farið að langa til að sleppa honum, ég hef lesið slatta af skrifum sem halda því fram að hjálmurinn veiti falskt öryggi, að hann geri aðeins gang á lítilli ferð (upp að 15 km klst, svo lengi sem hann er rétt spenntur á höfuðið). Ég hef tvisvar dottið af hjólinu (á 20 árum) og er viss um að í þau skipti hafi hjálmurinn allavega komið í veg fyrir að ég hruflist á höfði – en mundi húfa ekki gera sama gagn? Í fyrra skiptið fékk ég vægan heilahristing og eru til þeir sem halda því fram að hjálmurinn geti beinlínis valdið slíkum hristingi þar sem eðlilegar varnir höfðusins fái ekki að njóta sín. En að sama skapi hef
ég líka lesið skrif lækna sem halda því fram að hjálmurinn geti bjargað miklu. Og auðvitað vill maður hafa toppstykki ð í lagi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli