Í mánuðinum hjólaði ég samtals 190 km, þar af 116 km til og frá vinnu og 74 km annað.
Hjólaði 13 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók mér viku frí í byrjun mánaðarins og svo var einn dagur sem ég hjólaði ekki vegna veðurs (þ.e. skildi hjólið eftir í vinnuni (16. des) og var því augljóslega ekki að hjóla í vinnuna daginn eftir, enda var færðin ekki beint spennandi eftir mikla snjókomu og óveður og svo var ég í fríi á aðfangadag og gamlársdag. En seinnipart þess 17. hjólaði ég heim og var þá búið að hreinsa stígana nokkuð vel þó gatnamót væri felst ill fær og ég þurfti að stíga af hjólinu og teyma yfir.
Sá að meðaltali 3 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleið. Mest taldi ég 6 til vinnu og 11 á heimleiðinni. Hjólaði svo til allan mánuðinn niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi og var nokkuð vel hreinsaður af snjónum plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.
Viðbót 6.1.2015.
Fékk póst frá endomondo og svona lítur mánuðurinn minn út frá þeirra bæjardyrum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli