Ákvað að breyta út af venjulegum blogghring, sem annars er að verða eitt af morgunrútínunum hjá mér. Mínir nánustu bloggarar hafa verið óduglegir í sumar en eru þó að vakna til lífsins einn og einn. Nokkrir eru dottnir eða að detta úr hringnum mínum og fá ekki heimsókn nema 1x í viku eða sjaldnar, vona samt að þeir fari að taka við sér því þeir eru skemmtilegir skrifarar, sem er ástæðan fyrir því að ég kíki enn inn til þeirra.
Fór í smá ævintýraferð þar sem ég fiktaði mig áfram með hinn og þennan likinn. Það getur verið gaman sérstaklega ef maður hefur smá tíma (sem ég hef nú kannski ekki, er svolítið að stelast).
Það er gaman að sjá hvað bloggið er fjölbreytilegt. Rakst svo sem ekki á neitt extra áhugavert í þetta skiptið.
En vonandi fara allir hinir sofandi bloggarar í blogghringnum mínum að vakna og skrifa og skrifa því þá er svo gaman hjá mér að skoða og skoða.
Vil jafnfram þakka þeim sem eru vaknaðir því án þeirra hefði áhuginn líklegast dofnað algjörlega og horfið.
1. september 2006
31. ágúst 2006

Það er svo leiðinlegt að sumarið er að vera búið. Auðvitað er haustið fallegur tími, en ég finn bara fyrir kvíða fyrir kuldanum og því að geta ekki lengur hjólað. En hver veit kannski er kemur smá meiri hiti til okkar í september.
Nú fer í hönd mikill afmælistími í minni fjölskyldu. Á sunnudaginn verður haldið æfmælisboð (eins og við skrifuðum óvart á boðskortin og enginn tók eftir) þar sem 15 stelpur (ef allar komast) verða samankomnar í litlu, litlu íbúðinni minni. Ef veður verður gott hendum við stelpunum auðvitað út í garð í leiki. En ef allt fer á versta veg og það rignir eldi og brennisteini þá verðum við inni. Svo það væri frábært að fá uppástungur um leiki (þetta eru 12 ára skvettur) eða þrautir sem þurfa ekki mikið pláss en eru ótrúlega skemmtilegir.
29. ágúst 2006
Að taka eftir því sem manni hentar.
Matvæla og/eða næringarfræðingar eru duglegir að senda frá sér upplýsingar um hvað er hollt fyrir mann og hvað ekki. Einnig eru blaðamenn duglegir að taka þessar upplýsingar og setja í dagblöðin. Þetta og hitt er krabbameinsvaldandi og það sem var heilnæmt og gott í síðustu viku er allt í einu orðið varasamt í dag og öfugt. Maður er löngu hættur að taka mark á þessum upplýsingum sem virðast fara hver upp á móti annari.
En í dag, loksins kom frá þeim eitthvað af viti. Í öllum dagblöðum sem ég fletti í dag var grein um það að te er í raun allra meina bót. 3-4 bollar á dag og þú getur hugsanlega komið í veg fyrir leiðindasjúkdóma. Sagt var að te-ið væri jafnvel betra en vatn!!!
Það er ekki af því að þessar upplýsingar henti mér...
En í dag, loksins kom frá þeim eitthvað af viti. Í öllum dagblöðum sem ég fletti í dag var grein um það að te er í raun allra meina bót. 3-4 bollar á dag og þú getur hugsanlega komið í veg fyrir leiðindasjúkdóma. Sagt var að te-ið væri jafnvel betra en vatn!!!
Það er ekki af því að þessar upplýsingar henti mér...
18. ágúst 2006
Ferðalag frh.
Sumarhús í Danmörku. Vorum 15 í þremur íbúðum í strandbænum Lökken. Veðrið lék við okkur og flestir brunnu smá, sumir þó meira.
Ég fór í fyrsta skipti á æfinni almennilega í sjóinn, hef alltaf verið vaðari - veit núna að það er svo miklu miklu skemmtilegra að vera á kafi og henda sér með öldunum. Verst hvað sjórinn bragðast illa.
Fårup sommerland. Ótrúlega skemmtilegur staður. Þar er þrautabraut sem er svo til endalaus, hjólabátar, allskonar tæki og leiksvæði. Við fórum í rússibanann sem var verið að byggja síðast þegar við komum þarna. Hann heitir Fálkinn og er svona svakalega skemmtilegur. Síðan er vatnaland, en við komumst ekki í það.
Dýragarðurinn í Aalborg. Alltaf gaman að sjá dýrin.
Hjörring þar sem hægt er að fá pizzu með eggi, baunum og ég veit ekki hverju á Ítölskum/Mexikóskum veitingastað.
Síðan París. Fyrst Disneyland þar sem við gistum á fínu hóteli þar sem börnin eru aðalatriðið og allt er svo glæsilegt og fínt. Og garðurinn sjálfur með milljón verslunum út um allt sem allar selja sama varninginn (líka ein á hótelinu). Mína mús, Mikki mús og Guffi skiptust á að heimsækja hótelið á morgnana og þá gátu börnin fengið eiginhandaráritun og mynd af sér með þeim.
Sundlaugin inni á hótelinu með þeirri furðulegustu búningsaðstöðu sem ég man eftir að hafa upplifað. Karlar og konur í sömu aðstöðu. Pínulitlir búningsklefar til að skipta úr fötum yfir í sundföt. Skápar til að setja fötin í, en enginn staður fyrir handklæði. Sameiginlegar sturtur sem mjög margir nýttu sér ekki. Sundlaugin var skemmtileg en yfirfull (útilaugin lokuð vegna veðurs).
Disneyland garðurinn er svo stór. Við sáum það eftir fyrsta daginn (3-4 klst labb út og suður) að við urðum að skipuleggja okkur. Ákveða hvað við vildum sjá og reyna - náðum c.a. 1/3 af því sem okkur langaði til. Sumt fráhrindandi vegna langra biðraða (þú getur keypt þér fastpass sem kemur þér fram fyrir í röðinni - annars hátt í klst bið).
Ætluðum okkur 2 daga inni í miðborg Parísar til að sjá og skoða það helsta. Vegna rigningar (þvílíkur úrhellir) hrökluðumst við heim á hótel fyrri daginn. Náðum samt einum yndislegum degi, skoðuðum Notre Dame og sáum Effelturninn. Áttuðum okkur á því daginn eftir þegar við biðum eftir flugi heim að það var brúðkaupsdagurinn okkar.
Nokkrir klukkutímar á Strikinu í Kaupmannahöfn áður en við flugum heim til Íslands.
Ég fór í fyrsta skipti á æfinni almennilega í sjóinn, hef alltaf verið vaðari - veit núna að það er svo miklu miklu skemmtilegra að vera á kafi og henda sér með öldunum. Verst hvað sjórinn bragðast illa.

Dýragarðurinn í Aalborg. Alltaf gaman að sjá dýrin.

Síðan París. Fyrst Disneyland þar sem við gistum á fínu hóteli þar sem börnin eru aðalatriðið og allt er svo glæsilegt og fínt. Og garðurinn sjálfur með milljón verslunum út um allt sem allar selja sama varninginn (líka ein á hótelinu). Mína mús, Mikki mús og Guffi skiptust á að heimsækja hótelið á morgnana og þá gátu börnin fengið eiginhandaráritun og mynd af sér með þeim.

Disneyland garðurinn er svo stór. Við sáum það eftir fyrsta daginn (3-4 klst labb út og suður) að við urðum að skipuleggja okkur. Ákveða hvað við vildum sjá og reyna - náðum c.a. 1/3 af því sem okkur langaði til. Sumt fráhrindandi vegna langra biðraða (þú getur keypt þér fastpass sem kemur þér fram fyrir í röðinni - annars hátt í klst bið).
Ætluðum okkur 2 daga inni í miðborg Parísar til að sjá og skoða það helsta. Vegna rigningar (þvílíkur úrhellir) hrökluðumst við heim á hótel fyrri daginn. Náðum samt einum yndislegum degi, skoðuðum Notre Dame og sáum Effelturninn. Áttuðum okkur á því daginn eftir þegar við biðum eftir flugi heim að það var brúðkaupsdagurinn okkar.
Nokkrir klukkutímar á Strikinu í Kaupmannahöfn áður en við flugum heim til Íslands.
17. ágúst 2006
1. ágúst 2006
Til hamingju með daginn!

Bróðursonur minn er tvítugur í dag!
Hér er ein lítil saga úr minningabankanum mínum af Annel Helga. Einu sinni þegar hann var á leikskóla var haldin hátið sem hans deild tók þátt í með því að syngja nokkur lög. Öll börnin stóðu stillt og prúð í hóp uppi á sviði og sungu. Loka lagið var "Ryksugan á fullu". Þetta lag var greinilega í uppáhaldi hjá Annel sem rokkaði það upp, tók luftgitar og allt. Flottur!
Einhversstaðar á ég þennan atburð til á videóupptöku, gaman væri að grafa hana upp.
Ps. myndinni er stolið af hans eigin síðu, vona að það sé í lagi.
19. júlí 2006
13. júlí 2006
Póstlistar og hjól

Ég á það stundum til að skrá mig hér og þar í von um gróða og vinninga. Ekki langt síðan ég var á póstlista sem kallaðist Plúsinn þar sem ég fékk allskonar tilboð og svoleiðis sem einhvernvegin heilluðu mig ekki en möguleikinn á því að verða dregin út og fá vinning hélt mér við efnið í u.þ.b. mánuð en þá líka gafst ég upp á auglýsingaflóðinu og skráði mig út.
Núna er ég á póstlista hjá visir.is. En í morgun varð ég frekar móðguð út í þá. Ég var sem sagt komin með nýjan póst frá þeim þar sem spurt er hvort ég vilji fara í bíó. Jú, jú mér finnst oftast gaman í bíó svo ég smellti á "já takk" hnappinn og þá kemur upp þessi mynd hér til hliðar. Nema hvað að glöggir lesendur taka líklegast eftir því að neðst á myndinni stendur orðrétt: "VINNINGSHAFAR FÁ SENT SMS 12. JÚLÍ". Hvað er skrítið við það? Jú í dag er 13. júlí!!! Þá er að athuga hvernær pósturinn barst og það er 12. júlí kl. 23:21. Þetta er bara móðgun og nóg til þess að ég skrái mig út af þessum umrædda lista.
Svo er það hjól og aftur hjól. Mig langar í nýtt hjól og hef verið að skoða aðeins í kringum mig og reyna að afla mér upplýsinga um hvaða hjól henta mér og minni notkun. Fór í 3 hjólabúðir í vikunni til að reyna að átta mig.
-Fyrst var það GÁP sem selja Mongoose hjól þar var þjónustan hræðileg. Þrír ungir strákar við afgreiðslu sem gerðu kannaski sitt besta en einhvernvegin fékk ég það á tilfinninguna að ég væri eiginlega bara fyrir. Sá þar hjól sem mér leist ágætlega á en mig langar ekkert sérstaklega að fara þangað aftur.
-Næst fór ég í Markið, þar eru seld Giant hjól (hún Hrund mín á einmitt hjól frá þeim). Þar var líka strákur í afgreiðslunni en sá var með meiri þjónustulund og/eða reynslu. Byrjaði á því að leiða mig að dömulegasta hjóli sem ég hef nokkurn tíman séð með fótbremsum og allt. En svo öðru hjóli sem mér leist nokkuð vel á.
-Að lokum fór ég í Útilíf en eftir að hafa sveimað þar í kringum hjólin í töluverðan tíma án þess að sjá starfsmann á lausu ákvað ég að nóg væri komið og fór heim. Hjólin þar voru mörg hver með þá stærstu hnakka sem ég hef á æfi minni séð, örugglega mjög þægilegt en ákaflega eitthvað furðulegt í sjón.
Næsta skref er að fara og prófa þau hjól sem mér leist á og átta sig á því hvort þau virka fyrir mig.
Gamla hjólið mitt er Wheeler og ég vildi helst fá annað svoleiðis því það hefur reynst mér ákaflega vel, en eftir því sem ég best veit þá eru þau ekki seld hér lengur.
5. júlí 2006
Í gær og í dag
Í gær eldaði Elías þennan dýrindis kjúklingarétt með ólífum, sveppum, tómatgumsi og fleiru. Þessu fylgdi svo hvítlauksbrauð sem samanstóð af ristuðu fransbrauði og bráðnu hvítlaukssméri. Svona líka ótrúlega gott allt saman.
Í dag er ég að farast úr hvítlauksþynnku. Er með óbragð í munni og efast ekki um andardrátturinn sé eitthvað í sömu áttina. Þá er eina ráðið að japla tyggjó og annað sem getur dregið úr ósköpunum.
Í dag er ég að farast úr hvítlauksþynnku. Er með óbragð í munni og efast ekki um andardrátturinn sé eitthvað í sömu áttina. Þá er eina ráðið að japla tyggjó og annað sem getur dregið úr ósköpunum.
30. júní 2006
Nenni þessu ekki!
Það er föstudagur, hálftími eftir af vinnudeginum og sólin skín inn um gluggann.
Hvernig á maður að geta unnið við þessar aðstæður?
Hvernig á maður að geta unnið við þessar aðstæður?
27. júní 2006
Hmmm???
Stundum gerast skrítnir hlutir. Ég var vitni að því fyrir 2 eða 3 árum að strætóbílstjóri opnaði hurðina hjá sér til þess að arga á hjólreiðamann að drulla sér upp á gangstétt (viðkomandi hjólaði sem sagt á götunni).
Og í gærmorgun argaði gangandi vegfarandi á mig að ég ætti að hjóla á götunni (ég var á gangstéttinni).
Þetta sýnir að engin leið er að þóknast öllum.
Skrítið samt að gera svona - arga á fólk. Hlýtur að vera uppsafnaður pirringur sem allt í einu springur.
Og í gærmorgun argaði gangandi vegfarandi á mig að ég ætti að hjóla á götunni (ég var á gangstéttinni).
Þetta sýnir að engin leið er að þóknast öllum.
Skrítið samt að gera svona - arga á fólk. Hlýtur að vera uppsafnaður pirringur sem allt í einu springur.
22. júní 2006
Komin heim frá Kanada

Þetta var mjög skemmtileg ferð. Við fengum gott veður allan tímann, rigndi 2x en í annað skiptið vorum við á hátíðarkvöldverði og í hitt skiptið í rútu svo það kom ekki að sök.
Farið var yfir ótrúlegar vegalengdir á hverjum einasta degi, landið er svo stórt. Við flugum til Minnesota, gistum í Alexandriu á leiðinni til Kanada og vorum í Winnipeg í 5 nætur. Við heimsóttum við Gimli, Hecla island, Rivertown og fleiri staði, allstaðar hittum við vestur Íslendinga sem töluðu íslensku og kunnu ættjarðarlögin sem við sungum.
Ef þið hafið áhuga á að skoða fleiri myndir þá hef ég sett þær inn hér.
6. júní 2006
Hitt og þetta
Nú er sumarið komið. Skólarnir að fara í frí og við tekur letilíf hjá krökkunum sem þau hafa hlakkað til lengi (þar til vinnan hefst). Þurfa ekki að fara fram úr rúminu fyrr en þau vilja sjálf og svoleiðis. Þetta leiðir af sér að ég get sofið næstum hálftíma lengur á morgnana sem er gott. Kannski næ ég þá líka að vaka hálftíma lengur á kvöldin?!?
Rúntaði norður á Skagaströnd um helgina til að sjá hvernig hún vinkona mín hefur komið sér fyrir. Heillaðist algjörlega af staðnum og húsinu hennar. Veðrið var mjög gott og við fórum rúnt um plássið og það var virkilega fallegt í sólinni. Svo sátum við í garðinum og nutum sólarinnar.
Sem betur fer fór ég í gegnum Hvalfjarðargöngin áður en áreksturinn varð. Það er of dimmt í þessum göngum. Það er skrítið að við sem eigum allt þetta ódýra og umhverfisvæna rafmagn getum ekki lýst upp göngin betur. Er ekki meiri innkoma vegna ganganna en gert var ráð fyrir? Má ekki nota eitthvað af þeim peningum í lýsingu? Heyrði í fréttunum að vegna kvartana frá nokkrum vegfarendum (ekki hefur mér dottið í hug að kvarta þó ég hugsi um þetta í hvert skipti sem ég fer göngin) að þá eigi að bæta lýsingu við sitthvorn endann á göngunum. Það er bara ekki nóg. Á maður að kvarta?
Eftir viku verð ég í Kanada. Er að verða pínu spennt - mest spennandi er að vita hvort nýja vegabréfið mitt komist í mínar hendur áður en lagt verður af stað. Við lendum nefnilega í hinu mikla USA landi. Þetta kemur allt saman í ljós er líða fer á vikuna.
Í framhaldi af því er rétt að auglýsa opna æfingu sem verður í Kópavogskirkju annaðkvöld (miðvikudagskvöldið 7. júní) kl. 20.00 þar sem sungið verður yfir lögin sem flutt verða í Kanada. En á efnisskránni eru ættjarðarljóð, sálmar og aðrar íslenskar perlur.
Rúntaði norður á Skagaströnd um helgina til að sjá hvernig hún vinkona mín hefur komið sér fyrir. Heillaðist algjörlega af staðnum og húsinu hennar. Veðrið var mjög gott og við fórum rúnt um plássið og það var virkilega fallegt í sólinni. Svo sátum við í garðinum og nutum sólarinnar.
Sem betur fer fór ég í gegnum Hvalfjarðargöngin áður en áreksturinn varð. Það er of dimmt í þessum göngum. Það er skrítið að við sem eigum allt þetta ódýra og umhverfisvæna rafmagn getum ekki lýst upp göngin betur. Er ekki meiri innkoma vegna ganganna en gert var ráð fyrir? Má ekki nota eitthvað af þeim peningum í lýsingu? Heyrði í fréttunum að vegna kvartana frá nokkrum vegfarendum (ekki hefur mér dottið í hug að kvarta þó ég hugsi um þetta í hvert skipti sem ég fer göngin) að þá eigi að bæta lýsingu við sitthvorn endann á göngunum. Það er bara ekki nóg. Á maður að kvarta?
Eftir viku verð ég í Kanada. Er að verða pínu spennt - mest spennandi er að vita hvort nýja vegabréfið mitt komist í mínar hendur áður en lagt verður af stað. Við lendum nefnilega í hinu mikla USA landi. Þetta kemur allt saman í ljós er líða fer á vikuna.
Í framhaldi af því er rétt að auglýsa opna æfingu sem verður í Kópavogskirkju annaðkvöld (miðvikudagskvöldið 7. júní) kl. 20.00 þar sem sungið verður yfir lögin sem flutt verða í Kanada. En á efnisskránni eru ættjarðarljóð, sálmar og aðrar íslenskar perlur.
24. maí 2006
Breytingar
Um helgina flyst ein elsta og besta vinkona mín út á land. Í staðin fyrir að geta farið til hennar á 10 mín mun það taka mig 3-4 klst að komast til hennar. Við höfum hittst vikulega í töluvert langan tíma og haft það kósí við prjónaskap, sjónvarpsgláp og kjaftagang. Mikið á ég eftir að sakna þeirra stunda.
Við höfum þekkst í hvorki meira né minna en 25 ár - vá!!!
En í staðin koma helgarferðir sem verða ekki leiðinlegar. Það verður gaman að geta prjónað alla helgina eða púslað heilt púsluspil (ekki bara að byrja eða enda). Kannski við dustum rykið af stimpildótinu. Jafnvel gönguferðir um sveitina (eða borgina) á góðviðrisdögum með nesti og nýja skó.
Já, já heimurinn ferst ekki þó eitthvað breytist...
Við höfum þekkst í hvorki meira né minna en 25 ár - vá!!!
En í staðin koma helgarferðir sem verða ekki leiðinlegar. Það verður gaman að geta prjónað alla helgina eða púslað heilt púsluspil (ekki bara að byrja eða enda). Kannski við dustum rykið af stimpildótinu. Jafnvel gönguferðir um sveitina (eða borgina) á góðviðrisdögum með nesti og nýja skó.
Já, já heimurinn ferst ekki þó eitthvað breytist...
18. maí 2006
Leyndarmál

Í trúnaði var sagt frá og loforð tekið um að það færi ekki lengra. Best væri að gaspra ekki um hlutina og maður á ekki að vera að bera svona sögur út!
Sá sem segir svona hluti gengur gegn öllu því sem hann er að segja. Einhversstaðar frá kemur vitneskjan - ekki ólíklegt að hún hafi verið sögð í trúnaði, bara okkar á milli (þið vitið).
Daginn eftir vitnast það að sama frásögnin var sögð af sama manni í 7 manna hóp. Til lítils var þá að biðja um þetta loforð.
Svona gerir maður bara ekki, nema auðvitað að heimildin sé góð og/eða manni er illa við þann sem um er rætt - ekki satt?
17. maí 2006
Regndropi.
Dropi féll af himnum og beint á nefið á mér. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, ég hef hugsað um hann af og til síðan. Spáðu í því þvílíka útreikninga og pælingar hefði þurft til að gera þetta viljandi. Það var ekki beinlínis rigning, bara svona dropi og dropi á stangli. Hversu langa vegalengd var hann búin að ferðast áður en lendingu var náð? Hvaðan kemur hann upphaflega?
Segjum að maður sé í loftbelg og sleppi nokkrum dropum hverjar eru líkurnar á því að einn af þeim lendi á nefinu á manni á ferð einhversstaðar fyrir neðan?
Segjum að maður sé í loftbelg og sleppi nokkrum dropum hverjar eru líkurnar á því að einn af þeim lendi á nefinu á manni á ferð einhversstaðar fyrir neðan?
13. maí 2006
9. maí 2006
Hjólafréttir
Það hefur orðið gríðarleg aukning á hjólreiðamönnum á götum/gangstéttum borgarinnar. Hvort sem það er nú veðrinu eða átakinu Hjólað í vinnuna að kenna, nema hvoru tveggja sé. Liðið mitt féll hratt niður listann á fyrstu dögunum vorum á fyrsta degi í 6 sæti en erum núna í 44 m.v. daga en í 25 sæti m.v. kílómetrafjölda (erum í flokkum 10-29).
Í morgun var met fjöldi hjólreiðamanna á leið minni til vinnu en talin voru alls 28 stk. Í gær voru það 22, sem þá var met ársins. Miðað við að í síðustu viku voru tölurnar 8-14 þá er þetta töluverð aukning.
Eins og þetta er nú allt saman skemmtilegt og ég gæti skrifað um þetta miklu, miklu lengri pistil þá hef ég verk að vinna og verð því miður að snúa mér að því núna. Meira seinna - ég lofa.
Í morgun var met fjöldi hjólreiðamanna á leið minni til vinnu en talin voru alls 28 stk. Í gær voru það 22, sem þá var met ársins. Miðað við að í síðustu viku voru tölurnar 8-14 þá er þetta töluverð aukning.
Eins og þetta er nú allt saman skemmtilegt og ég gæti skrifað um þetta miklu, miklu lengri pistil þá hef ég verk að vinna og verð því miður að snúa mér að því núna. Meira seinna - ég lofa.
3. maí 2006
Á hvaða aldri ertu?
Eftir því sem ég verð eldri er erfiðara með að meta aldur fólks. Mér finnst fólk sem er eldra en ég (þá á ég við a.m.k. 10 árum eldri) allltaf verða unglegra og unglegra og þeir sem eru yngir krakkalegri og krakkalegri. En er það er aldurshópurinn plús/mínus 10 ár við minn aldur sem er svo flókinn. Ég er alltaf að reka mig á það að álíta þennan eða hinn vera "miklu eldri en ég" en svo þegar til kemur er sá eða sú jafnaldir eða jafnvel yngri. Eða sem getur verið enn pínlegra þegar maður kastar því fram "þú ert á mínum aldri" og viðkomandi er 5-10 árum yngri.
Í barnaskóla var þetta einfaldara. Þá var auðvelt að greina 1. bekking frá 2. bekkingi eða krakka úr 5 bekk. Og allir sem lokið höfðu barnaskólanum voru gamlir. Punktur og basta!
Í barnaskóla var þetta einfaldara. Þá var auðvelt að greina 1. bekking frá 2. bekkingi eða krakka úr 5 bekk. Og allir sem lokið höfðu barnaskólanum voru gamlir. Punktur og basta!
2. maí 2006

Á leiðninni í vinnuna datt mér svo margt skemmtilegt í hug að skrifa hér en núna þegar ég gef mér smá tíma þá er eins og allt sé horfið.
Vorum í gær að skoða hótel nálægt Disneylandi í París því þangað ætlum við í sumar eftir að hafa verið viku í dýrðinni í Danaveldi. Við ætlum okkur 2 daga í garðinn og 2 daga í borgina. Þetta verður þannig að við ættum að ná að sjá þetta allra frægasta eins og Effelturninn, Monu Lisu og Notre Dam.
"Hjólað í vinnuna" hefst í dag og í fyrsta skipið tek ég þátt. Náði að skrapa saman í lágmarksfjölda hér í vinnunni (sem eru 3) og þá erum við 2 sem hjólum og 1 strætóandi. Gaman að sjá hvernig okkur gengur. Ég er nú þegar búin að hjóla 7 km í dag og á þá eftir að fara heim aftur (5 km).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...