13. desember 2006

Yndisleg kvöldstund




Vegna dagatalsins er hugurinn á stöðugri leit að einhverju ódýru en jafnframt sniðugu til að hafa sem verðlaun, því ekki er hægt að ætlast til að þrautir séu leystar án verðlauna.
Um daginn fæddist hugmynd og á mánudag var kort í verðlaun með þessum texta:
"Þetta kort er boðsmiðið á rafmagnslaust kvöld að [og hér er heimilisfang, óþarfi að gefa það upp hér].
Gildistími 12.12.2006 frá því að búið er að snæða kvöldverð til kl. 22.00.
Þá verður kveikt á kertum og spil dregin fram.
Hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur.
Mamma og pabbi."
Í gær var 12.12.2006. Matur var óvenju seint á borðum vegna þess að húsmóðirin var á kóræfingu lengur en venjulega, en tilhlökkun lá í loftinu. Og um kl. 20.00 var kveikt á kertum og öll ljós slökkt, líka jólaseríur og útiljós. Það er ótrúlega magnað að ganga um íbúðina við kertaljós og er ekki annað hægt en að mæla með því að fólk prófi þetta.
Kvöldið heppnaðist frábærlega. Við spiluðum "ólsen, ólsen", "Uno", "sæl amma" og "þjóf".
Ekki skemmdi það fyrir að bóndinn á bænum hafði fjárfest í góðgæti handa öllum. Hrund fékk túnfisksalat, Eyrún Skittles, ég Irish Coffee og hann sjálfur bjór.

13. desember

Í dag fáið þið kæru lesendur ekki að taka þátt í vísbendingunni því hún var á þessa leið:

Eltu bandið (bara annað bandið leiðir að vísbendingu).

Og fest við miðann voru 2 bönd sem leiddu fram og til baka um íbúðina.

12. desember 2006

12. desember

Í dag útbjuggu dæturnar vísbendingar hvor fyrir aðra.

Svona voru vísbendingar frá Eyrúnu:

1. vísbending.
Hér er ró og hér er friður
hér er gott að setjast niður
hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og manna siður
að standa upp og sturta niður!!

2. vísbending.
Hér er þögn
og hér er svart
og rosalega kalt
en mundu að opna mig
sva að birta kemst inn
en ekki loka aftur
því þá verður niða mirkur.

3. vísbending.
Brandur er góður köttur já
en gott að vera lítill
því þar sem hann getur bara verið
en við samt ekki.

4. vísbending.
Stekkjastaur er sagður koma
þetta kvöld og ekki seinna
en er eitthvað á sillu þinni
annað en skórinn sem tillit tánni

5. vísbending
Englakór frá himnahöll
verður alltaf gilltur
en það er minn nú ekki þinn
sem þú leitar að svona seinna

Hrundar vísbendingar voru svona:

1. vísbending
Tölva

2. vísbending.
Hvítt blað með 3 götum og stöfum hér og þar. Það sem átti að gera var að brjóta blaðið saman í miðjunni og legsa í gegnun götin. Þar stóð þá: kók

3. vísbending.
Var af sömu tengun og 2. vísbendingin, nema nú voru götin 4. Orðið sem fékkst var: húfa

Piparkökuhúsið



og þetta er glæsilega piparkökuhúsið okkar í ár!

9. desember 2006

9. desember

Vísbending dagsins birtist mér svo sterkt þegar ég var að rjúfa svefninn að ég gat engan vegin kúrt lengur. Fór ég því á fætur og undirbjó vísbendinguna. Í eldspítustokk dagsins var þetta blað (sitthvort blaðið fyrir hvora stelpuna).


















Í hnífaparaskúffunni var svo annar miði álíkur þeim fyrri.


















Alls voru miðarnir 5 sem að lokum leiddu að innsigluðu umslagi.














Og til að fá rétta vísbendinu var miðunum raðað í rétta röð inn í umslagið og þá var lausnarorðið lesið í gegnum götin á miðunu.


















Ég er persónulega mjög stollt af þesari vísbendinu. Bæði var gaman að útbúa hana og stelpurnar höfðu gaman af því að leysa úr henni.

8. desember 2006

Frétt dagsins.


Frétt dagsins er í Blaðinu í dag. Flugvél í bandaríkjunum nauðlenti vegna þess að kona prumpaði.


Þetta var þannig að konugreiið þurfti að losa vind. Henni leið greinilega ekki vel með þetta svo hún ákvað að eyða lyktinni með því að kvekja á eldspítu (gamalt og gott ráð og á sumum heimilum álitið almenn kurteisi). Þetta verður til þess að aðrir farþegar flugvélarinnar kvarta undan brennisteinslykt (í stað prumpufýlu) sem leiðir svo til þess að flugvélinni er nauðlent.

Við yfirheyrslur á farþegum kemur hið sanna í ljós og öllum farþegum nema Prumpulínu er hleypt um borð aftur og vélinni flogið af stað.

8. desember

Afúhanievsalój

7. desember 2006

Sérkennilega byggingar

Flestar þessara bygginga eru í fyrrum sovétríkjunum. Ein er þó héðan frá okkar ástkæra ilhýra, mér fannst hún bara eiga svo ágætlega heima með öllum hinum.




7. desember


6. desember 2006

Töfrum líkast




Í gær eftir vinnu var svo dásamnlegt útsýnið yfir Esjuna. Tunglið var fullt, það hékk yfir fjallinu og glitraði svo fallega í sjónum.

Ég varðst svo glöð þegar ég sá að hann bróðir minn hafði náð að festa þessa dásemd á mynd. Er þetta ekki fallegt?

6. desember

Bráðum koma blessuð jólin og
allir farnir að hlakka til því þá
koma jólasveinarnir til byggða.
All flestir krakkar setja skóna út í glugga og
reyna að vera þægari en venjulega í von um eitthvað
ofan í skónum morguninn eftir.
Fjöldinn allur af börnum eiga erfitt með að sofna
nú um þessar mundir.

4. desember 2006

Úff, allt of stutt í jólin.

Er aðeins farin að finna fyrir jólastressinu.

Það er svo margt sem þarf að gera (þrífa og kaupa jólagjafir) og margt sem mig langar að gera (baka piparkökur og föndra). Og mér finnst ég ekki hafa næstum því nógan tíma fyrir það allt.

Árið 2000 fórum við hjónin til Ameríku í nóvember og keyptum þá allar jólagjafir og jólaföt. Það var frábært. Þá lofaði ég mér því að vera alltaf búin að kaupa allt fyrir desember. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur orðið úr því loforði.

En nú þarf að skipuleggja sig til að allt gangi upp fyrir hátið ljóss og friðar.

Ein smá könnun í lokin.

1. Ætlar þú að senda út jólakort í ár?
2. Nú hef ég heyrt marga tala neikvætt um jólakortin og finnst þau vera til óþurftar og vildu helst sleppa þeim. Finnst þér það líka?

Rétt að taka það fram eins og hjá Gallup að þér er ekki skilt að svara einstaka spurningum.

4. desember

Vísbending: Hvernig jakka átti Láki með Unni Rósu?

2. desember 2006

2. desember


Þetta er vísbending dagsins: því miður gat ég ekki sett þetta beint hérna inn sem mynd, en smellið á likinn og þá sjáið þið vísbendinguna.
Og á viðeigandi stað fundust þessi skilaboð:
(Hér er nauðsynlegt að vita að öll tákn eru talin með, en ekki bilin. Þeir sem hafa séð myndina National Treasure ættu að kannast við dulmálið)
65-9-(2,3,4,5)
133-2-15
274-28-8
9-9-13
13-1-3
298-8-5
9-9-13
252-8-11
141-29-21
90-27-1
93-10-15
31-11-9
283-9-4
242-11-3
242-25-12
18-2-(4,5,6)
19-17-(33,34,35,36,37)
242-31-(31,32,33)
284-1-(4,5,6)
107-33-29
298-8-5
9-9-13
242-11-3
109-9-1
108-2-2
302-5-2
90-9-16

1. desember 2006

1. desember, 1. vísbending.

Ákvað fyrir löngu að setja vísbendingarnar í jóladagatalinu í ár hér inn á þennan miðil (ódýr leið til að halda sig á toppi listans hans Arnars). Sem verður til þess að meiri pressa er á að gera flottar vísbendingar, sem svo leiðir til þess að þær verða lélegri fyrir vikið.

Allavega þá átti ég í miklu basli og andleysi þegar fysta vísbendingin var sett saman og endaði á því að hafa hana eitthvað á þessa leið:

Í stærsta herbergi hússins
Nálægt einu horninu
Hærra en Eyrún en í svipaðri hæð og Hrund.

Dömurnar voru ekki lengi að finna út úr þessu og fengu ofsalega fín jójó að launum.

Annars hef ég verið í óvenju mikilli krísu með dagatalið í ár og hvort það sé sniðugt að halda áfram með það. Nú þegar ég er sú fyrsta í bólið á kvöldin þá er tíminn til að undirbúa vísbendingarnar og fela verðlaunin ekki lengur til staðar. Og það eru fleiri ástæður. En við erum sem sagt komin af stað með það. Það kemur svo í ljós hvernig framvindur.
Á morgun er laugardagur og þá hef ég nógan tíma áður en stelpurnar vakna til að dunda við þetta. Vonandi verð ég hugmyndaríkari þá.
Hugmyndir, dulmál og ábendingar vel þegnar.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...