1. desember 2006

1. desember, 1. vísbending.

Ákvað fyrir löngu að setja vísbendingarnar í jóladagatalinu í ár hér inn á þennan miðil (ódýr leið til að halda sig á toppi listans hans Arnars). Sem verður til þess að meiri pressa er á að gera flottar vísbendingar, sem svo leiðir til þess að þær verða lélegri fyrir vikið.

Allavega þá átti ég í miklu basli og andleysi þegar fysta vísbendingin var sett saman og endaði á því að hafa hana eitthvað á þessa leið:

Í stærsta herbergi hússins
Nálægt einu horninu
Hærra en Eyrún en í svipaðri hæð og Hrund.

Dömurnar voru ekki lengi að finna út úr þessu og fengu ofsalega fín jójó að launum.

Annars hef ég verið í óvenju mikilli krísu með dagatalið í ár og hvort það sé sniðugt að halda áfram með það. Nú þegar ég er sú fyrsta í bólið á kvöldin þá er tíminn til að undirbúa vísbendingarnar og fela verðlaunin ekki lengur til staðar. Og það eru fleiri ástæður. En við erum sem sagt komin af stað með það. Það kemur svo í ljós hvernig framvindur.
Á morgun er laugardagur og þá hef ég nógan tíma áður en stelpurnar vakna til að dunda við þetta. Vonandi verð ég hugmyndaríkari þá.
Hugmyndir, dulmál og ábendingar vel þegnar.

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

skemmtilegt.

Smútn sagði...

http://www.rinkworks.com/brainfood/p/riddles1.shtml

Hér eru gátur almenns eðlis... en það gæti kannski hjálpað eitthvað? Hver veit!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta, get örugglega notað eitthvað þarna.

BbulgroZ sagði...

Þér eruð ótrúleg kæra systir

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...