Frétt dagsins er í Blaðinu í dag. Flugvél í bandaríkjunum nauðlenti vegna þess að kona prumpaði.
Þetta var þannig að konugreiið þurfti að losa vind. Henni leið greinilega ekki vel með þetta svo hún ákvað að eyða lyktinni með því að kvekja á eldspítu (gamalt og gott ráð og á sumum heimilum álitið almenn kurteisi). Þetta verður til þess að aðrir farþegar flugvélarinnar kvarta undan brennisteinslykt (í stað prumpufýlu) sem leiðir svo til þess að flugvélinni er nauðlent.
Við yfirheyrslur á farþegum kemur hið sanna í ljós og öllum farþegum nema Prumpulínu er hleypt um borð aftur og vélinni flogið af stað.
1 ummæli:
Maður verður jú að gæta sín hvar maður leysir sinn vind og hvernig maður vinnur úr afleiðingunum
Skrifa ummæli