12. desember 2006

12. desember

Í dag útbjuggu dæturnar vísbendingar hvor fyrir aðra.

Svona voru vísbendingar frá Eyrúnu:

1. vísbending.
Hér er ró og hér er friður
hér er gott að setjast niður
hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og manna siður
að standa upp og sturta niður!!

2. vísbending.
Hér er þögn
og hér er svart
og rosalega kalt
en mundu að opna mig
sva að birta kemst inn
en ekki loka aftur
því þá verður niða mirkur.

3. vísbending.
Brandur er góður köttur já
en gott að vera lítill
því þar sem hann getur bara verið
en við samt ekki.

4. vísbending.
Stekkjastaur er sagður koma
þetta kvöld og ekki seinna
en er eitthvað á sillu þinni
annað en skórinn sem tillit tánni

5. vísbending
Englakór frá himnahöll
verður alltaf gilltur
en það er minn nú ekki þinn
sem þú leitar að svona seinna

Hrundar vísbendingar voru svona:

1. vísbending
Tölva

2. vísbending.
Hvítt blað með 3 götum og stöfum hér og þar. Það sem átti að gera var að brjóta blaðið saman í miðjunni og legsa í gegnun götin. Þar stóð þá: kók

3. vísbending.
Var af sömu tengun og 2. vísbendingin, nema nú voru götin 4. Orðið sem fékkst var: húfa

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...