7. maí 2009

Hjólað í vinnuna


Átakið Hjólað í vinnuna hófst í gær. Veðrið var ótrúlega gott þá miðað við að undanfarna daga var rok og rigning. En í gær skein sólin og vindinn hafði lægt töluvert. Enda var krökkt af hjólandi og gangandi þegar ég fór heim í gær.
Það reynir svolítið á þolinmæðina þegar menn fara ekki eftir hægri-umferðar-reglunni. En í morgun voru allir með hana á hreinu sem flýtir fyrir og auðveldar alla umferð.

18 hjólreiðamenn sáust á og við stígana við Miklubraut í morgun. Það eru 4 fleiri en þegar ég skráði þessa færslu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Bjarney.
Fyrir þig þá taldi ég alla hjólreiðamenn sem ég mætti í gær á leið í vinnuna: 46 talsins! Þá taldi ég ekki með sem ég sá ásýndar, ekki þá sem ég hjólaði með (2) og ekki þann sem hjólaði fram úr mér (1)!
kv, Adda mágkona

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

ha ha ha! Frábært að fá svona tölur og vá hvað það eru margir sem þú sérð á leiðinni.

Ég tel alla sem ég sé á leiðinni bæði þá sem eru ásýndar og líka þá sem taka fram úr mér(þó það gerist ekki oft). En ég tel ekki sjálfa mig með.

Auður sagði...

Hérna í höfuðstað Norðurlands, Akureyri er fólk duglegt að hjóla í og úr vinnu og örugglega líka sér til skemmtunar og ánægju :) Svo er þetta mögnuð líkamsrækt, ekki má gleyma því.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...