6. maí 2009

Vorsýning, Klassíski listdansskólinn







Verð bara að segja frá þessu því maður er að springa af monti og stolti af frumburðinum. Á sunnudaginn var vorsýning Klassíska listdansskólans í Borgarleikhúsinu og þar kom fram (meðal fjölda annara frambærilegra dansara) hún Hrund mín. Vinkona henna Halldóra var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir sem ég nappaði af facebook, vona að hún fyrirgefi mér það. Við eigum svo fleiri myndir heima sem ég gæti vel átt til að skella hér inn líka, en þar var Eyrún á myndavélinni og náði ótrúlega góðum myndum miðaða við fjarlægð frá sviði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá! Ótrúlega flott stelpan :)
Adda

Auður sagði...

Mikið er hún Hrund glæsileg á þessum myndum og þú mátt sko vera bæði montinn og stolt af henni :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...