Verð bara að segja frá þessu því maður er að springa af monti og stolti af frumburðinum. Á sunnudaginn var vorsýning Klassíska listdansskólans í Borgarleikhúsinu og þar kom fram (meðal fjölda annara frambærilegra dansara) hún Hrund mín. Vinkona henna Halldóra var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir sem ég nappaði af facebook, vona að hún fyrirgefi mér það. Við eigum svo fleiri myndir heima sem ég gæti vel átt til að skella hér inn líka, en þar var Eyrún á myndavélinni og náði ótrúlega góðum myndum miðaða við fjarlægð frá sviði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Vá! Ótrúlega flott stelpan :)
Adda
Mikið er hún Hrund glæsileg á þessum myndum og þú mátt sko vera bæði montinn og stolt af henni :)
Skrifa ummæli