5. maí 2009

Sumarið er komið

Því ég er komin á sumardekkin!!!!!!

Og ekki seinna vænna þar sem átakið Hjólað í vinnuna hefst á morgun.

Fékk skemmtilega aðstoð á leið í vinnuna í morgun í mótvindi og rigningu. Hjólreiðamaður sem var að taka fram úr mér býður mér að hjóla með sér þe. hann sá um að kljúfa vindinn og ég hjólaði við afturdekkið hjá honum. Það munaði ótrúlega um það og um stund var ég næstum í logni. Þurfti þó að hafa mig alla við að halda í við hann en við áttum skemmtilegt spjall um hjólreiðar í leiðinni.
Þetta er í annaðskiptið sem mér býðst svona aðstoð en síðast var ég á heimleið við svipaðar veðuraðstæður. Það var fyrir meira en ári síðan, en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort um sama manninn sé að ræða...
Að minnstakosti þakka ég honum kærlega fyrir hjálpina í morgun.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...