Tók mér frí í vinnunni á föstudag og fór í heimsókn til Ingu á Skagaströnd.
Veðrið var með fallegasta móti og það var ekki leiðinlegt að aka norður í land við þessar aðstæður.
Hrund hafði ætlað að koma með mér og stoppa á Blönduósi til að hitta vinkonu sína þar, en vegna aðstæðna tók hún rútuna daginn eftir.
Við Inga höfðum ákveðið að fara í göngutúr til Lindu systur Ingu sem býr ca 12 km frá Skagaströnd. En það er sauðburður hjá Lindu og ekki alltaf auðvelt að komast frá (okkur vantaði einhvern til að skuttla okkur til baka) svo plön breyttust þannig að við ókum til Lindu og löbbuðum þaðan, sem var auðveldara fyrir okkur því landið liggur meira niður í móti þá leiðina. Athugið að á vegalengdinni 6-8 km slökkti ég óvart á garmin-græjunni og þess vegna vantar rétta mælingu þar. Það var sæmilegt gönguveður, sólin skein en þó var helst til of mikill vindur en hann lægði af og til svo þetta var bara fínt.
Síðan höfðum við planað að fara á tónleika sem við héldum upphaflega að væru um kvöldið en kom í ljós að voru um miðjan dag og þegar til kom vorum við báðar of þreyttar eftir gönguna til að fara (við steinsofnuðum báðar uppi í sófa á eftir).
Snemma á sunnudeginum fór ég svo í morgun göngu-skokk á meðan gestgjafarnir sváfu og það var líka ljómandi gaman. Sólin skein í heiði og það var ekki eins mikill vindur og deginum áður.
Svo um hádegisbilið hittumst við Hrund á Blönduósi og keyrðum saman í bæinn.
Þetta var mjög svo skemmtileg helgarferð og við Inga erum farnar að plana sameiginlegt ferðalag næsta sumar á Raufarhöfn þar sem Inga átti heima þegar hún hóf skólagöngu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli