7. maí 2012

Lindsay sem ákvað að gerast hjólreiðamaður.

Á facebook er hópur sem kallar sig Slow bicycle movement og þar fann ég bloggið hennar Lindsay sem heitir "You ain´t got Jack". 

Lindsay er heimavinnandi húsmóðir sem á tveggja ára son og býr í Walla Walla í Bandaríkjunum.  Hún ákvað um áramótin að fara að hjóla með það að markmiði að bæta heilsuna og vera góð fyrirmynd fyrir litla drenginn sinn.  Svo hafði það líka smá áhrif að ökuskírteini hennar rann út á svipuðum tíma.
Hún segist sjálf hafa verið sófakartafla og ekkert hreyft sig að ráði, en í janúar keypti hún sér hjól og í febrúar fékk hún barnasæti á hjólið og frá áramótum hefur hún haldið úti bloggi um upplifun sína og reynslu af þessu hjólaævintýri.
Mér finnst mjög áhugavert að lesa um upplifun hennar sem byrjanda á hjóli, hún er mjög einlæg og segir frá því hvernig henni líður með þetta allt saman.  Í apríl tók hún þátt í áskorun sem fólst í því að hjóla eitthvað á hverjum degi allan apríl mánuð.  Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með henni og þeim framförum sem hún óneitanlega mun ná ef hún heldur áfram á sömu braut.  Það er einmitt svo ótrúlega skemmtilegt að upplifa framfarirnar sem verða hjá manni við æfingar, og jafnframt skrítið hvernig manni  finnst oft ekkert miða áfram fyrr en allt í einu að brekkan sem maður puðaði upp fyrir einhverju síðan virkar ekki eins brött eða löng.
Svo – áfram Lindsay!

1 ummæli:

Lindsay sagði...

Ég vona að þessi þýðandi virkar allt í lagi. Þakka þér fyrir að fylgja með á blogginu mínu, allir sem taka þátt hjálpar mér að vera hvatinn. takk!

I translated this with google, hope it doesn't slaughter your language too bad;)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...