Stoppaði við í morgun og fékk kaffi á vegum átaksins Hjólað í vinnuna. Kaffitjaldið var við Sæbrautina á móti Kringlumýrarbraut. Þar fékk ég loft í framdekkið (hefði þurft líka í afturdekkið en við náðum ekki hattinum af ventlinum).
Morgun talningin ruglaðist út af þessu en ég fór samt upp í 32 (líklega hafa það verið fleiri). Aftur hjólaði "Guðmundur" framhjá án þess að stoppa eins og á síðasta ári, ég væri virkilega til í að vita hvað hann heitir í alvörunni en við höfum verið að hjólast á í nokkur ár, alltaf á morgnana.
Það er virkilega gaman að stoppa og sjá allan þennan fjölda sem fer um stíginn á hjóli á þessum tíma. Ég gerði mér engan grein fyrir því að það væru svona margir.
Mikið væri nú gaman að fá svona teljara eins og er víða í útlöndunum sem telja þá sem fara um á hjóli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli