Það var nú bara þannig að ég var í minni venjubundinni heimsókn í heimabankann fyrir vinnuna þegar augun rekast í það að búið er að draga heilar níutíukrónur af reikningnum í þjónustugjald.
Þar sem ég er einlægur mótmælandi hverskonar óþarfa gjalda tók ég upp símtólið og hringdi í bankann. Stúlkan sem ég talaði við taldi líklegast að þetta væri kostnaður vegna sendinga á kvittunum en ekki vildi ég kannast við að hafa beðið um kvittanasendingu svo hún ætlaði að athuga þetta betur og hafa svo aftur samband. Sem hún og gerði en hafði enn enga skýringu á þessu gjaldi. Þá fór ég fram á að gjaldið yrði bakfært. Stúlkugreiið hafði greinilega ekki heimild til að veita slíkan afslátt af ósanngjörnum gjöldum svo hún ætlaði að kanna málið enn frekar.
Í morgun fékk ég aftur upphringingu þar sem mér er tjáð að gjaldið verði endurgreitt inn á reikninginn, en enn og aftur engin skýring gefin á því hvers vegna í upphafi þetta var dregið af reikningnum.
Hvursu margir ætli láti svona gjaldtöku fram hjá sér fara?
6. febrúar 2008
1. febrúar 2008
Endurfundir.
29. janúar 2008
Hlýnun jarðar verður að kólnun
Frétt á visir.is um niðurstöður rússnenskra vísindamanna um að ísöld sé á næsta leiti.
Svona hefst greinin: "Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn."
Lesið hér
Svona hefst greinin: "Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn."
Lesið hér
18. janúar 2008
Klakatré



Síðastliðið sumar fékk Hrund birkitréshríslu að gjöf frá Vinnuskólanum. Verð reyndar að segja að mér þykir sú gjöf ákaflega vanhugsuð því hvar á að planta þessari hríslu? Þó við séum með ágætis garð þá er ekki pláss fyrir fleiri birkitré að mínu mati (og það eru ekki endilega allir með aðgang að garði). Svo næstum dó aumingja hríslan því hún gleymdist í nokkra daga og var orðin nokkuð þurr þegar henni var skellt í blómapott.
Hún fékk fljótlega að fara út í garð og kemur til með að vera þar fram á næsta vor þegar það kemur í ljós hvort hún hafi lifað þetta allt saman af.
En í gær rekur Eyrún augun í plöntuna og þá er hún komin með þessa fallegu klakabrynju.
16. janúar 2008
Vá hvað efni í lopapeysu er ódýrt!
Þá er komið að því. Ég er að byrja að prjóna peysu á sjálfa mig. Ákvað að prjóna lopapeysu sem er hneppt (ekki rennd Hrund og Inga).
Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.
Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.
Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.
Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.
Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.
Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.
12. janúar 2008
Íris Hulda
Þá er búið að skíra litlu bróðurdóttur mína. Hún fékk þetta líka fallega nafn. Mamma sem var skrínarvottur tók næsum bakföll af undrun og gleði þegar Ívar Fannar sagði nafnið hátt og skírt í kirkjunni fyrir alla að heyra, því þarna fékk hún nöfnu.
Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.
Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.
Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.
Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.
Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.
Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.
Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.
Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.
11. janúar 2008
Óskemmtilegur vekjari.

Vaknaði í morgun við brothljóð úr eldhúsinu. Rauk á fætur og æddi fram og þá kom sama hljóðið aftur. Fyrst datt mér í hug að efriskápur í eldhúsinu hefði gefið sig svo mikil fannst mér lætin vera. Svo grunar mann auðvitað einhvern köttinn. Brandur sannaði sakleysi sitt með því að sitja á ganginu þegar seinni lætin komu svo ekki var það hann.
Það hefur gulur skratti verið að koma inn til okkar á nóttunni til að gæða sér á matnum hans Brands og ég gruna hann stórlega.
Sem betur fer var þetta ekki eins mikið og ég hélt í fyrstu. En núna er ég einum bolla og tveimur undirksálum fátækari og kanínustrákurinn sem átti sér kærustu er orðinn einhleypur.
Þetta kannski kennir mér að hafa eldhúsgluggann ekki galopinn á nóttunni því kötturinn var að flýja út um hann með þessum afleiðingum.
4. janúar 2008
Stórfrétt!!!
Já það er ekkert smá. Því hún Hörn frænka er að fara að syngja í Carnegie Hall þann 27. janúar. Hún fær 10 mínútur á sviðinu og mun án efa verða glæsileg í alla staði.
Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.
Sjá nánar um Carnegie Hall hér.
Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.
Sjá nánar um Carnegie Hall hér.
27. desember 2007
Fimmtudagur 27. desember 2007.
Mætt til vinnu. Skrítin tilfinning, einhvernvegin eins og maður sé hér á vitlausum tíma. Svo mikil ró yfir öllu. Meira að segja klukkan gengur hægar.
22. desember 2007
18. desember 2007
Jólatónlistin
Þegar ég var lítil þá var það jólaplatan með Silfurkórinum sem kom manni í rétta jólastuðið. Þessi plata var alltaf spiluð fyrir jólin.
Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.
En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.
Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.
Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.
En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.
Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.
17. desember 2007
Og nú meiga jólin koma.
Piparkökurnar komnar í box. Bara eftir að skreyta með glassúr í öllum regnbogans litum en það gerist í dag.
14. desember 2007
Jólakort
Þegar veðrið er svona eins og það hefur verið eru skilyrði til móttöku á efni frá gerfihnöttum ekki upp á það besta. Í gærkvöldi eftir kveldmat gáfumst við fljótlega upp á að reyna að horfa á sjónvarpið og fórum að föndra.
Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.
Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.
13. desember 2007
Ný færsla
Einhverjir eru orðnir leiðir á rusaltunnumyndinni minni og farnir að kvarta undan því hástöfum. Ég segi nú bara ble við því, en kem samt með nýja færslu.
Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.
Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.
30. nóvember 2007
Fimmtudagsóveður

Skrítið hvernig hann fer alltaf að blása þegar nýbúið er að tæma úr ruslafötunum hjá mér. Þær viljan nefninlega fara á flakk þegar svoleiðis stendur á.
Hef núna 2x sett farg í tunnurnar og hefði þurft að gera það í gær líka en hafði ekki vit á því. Þetta hefur leitt til þess að tunnulokið af annarri tunnunni er farið veg allrar veraldar (er það ekki sagt svona annars?).
22. nóvember 2007
Paprikan mín
15. nóvember 2007
Áhugamál

Fór á foreldrafund í gærkvöldi. Það var hressandi. Langt síðan ég fór síðast á svona fund þar sem allir voru áhugasamir og flestir buðu sig fram til að gera eitthvað.
Við vorum með óskalista frá bekknum um það sem þau langar að gera. Á listanum var allt milli himins og jarðar t.d. Laser-tag, verslunarferð, jólaföndur, skautar, skíði ofl. en það sem vakti áhuga hjá mér var Origami sem er fremur óvenjulegt á svona lista. En það kveikti eitthvað hjá mér því ég hef alltaf haft gaman að því að fikta með pappír. Og þá fann ég þessa síðu, þarna eru allskonar pappírsfígúrur og sýnt hvernig á að búa þær til. Ég á eftir að prófa og veit þess vegna ekki hversu góðar útskýringarnar eru.
Ps. teljarinn í 5.499. Ert þú nr. 5.500?
14. nóvember 2007
Rannsóknir og mataræði.
Enn ein rannsóknin sem gengur þvert á það sem áður hefur verið sagt. Þetta stendur í Fréttablaðinu í dag:
"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.
"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."
Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?
Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?
Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.
"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.
"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."
Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?
Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?
Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.
13. nóvember 2007
Afmæli.

Já, enn og aftur er kominn afmælisdagurinn minn. Og aftur tekst fjölskyldunni minni að vekja mig með söng (þau vöknuðu kl. 6 til að vera á undan mér, takk fyrir) og afmælisgjöfum. Alveg frábært!
Hér eru nokkur viskubrot úr bók sem ég fékk frá stórabróður:
"Resist no temptation: A guilty conscience is more honorable than regret" - Anonymous
"Every now and then, a woman has to indulge herself" - Anonymous
"Ever notice that the whisper of temtation can be heard farther than the loudest call to duty?" - Earl Wilson
"I generally avoid temptation unless I can't resist it" - Mae West
"Everything tempts the woman who fears temptation" - French proverb
"Most people want to be delivered from tepmtation, but would like it to keep in touch" - Robert Orben
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...