27. júlí 2009
24. júlí 2009
10. júlí 2009
Safnkassinn
9. júlí 2009
Dagur 4 og 5
Eftir
þessa miklu keyrslu deginum áður vorum við ekki í mikilli ferðastemningu á degi 4. Planið var að fara að Strandakirkju og svo að sjónum við Þorlákshöfn og kíkja á Eyrarbakka og Stokkseyri. En við enduðum á því að fara bara að Strandakirkju og svo beint í bústað. Við áttum líka von á gestum því Guðlaug mágkona kom með strákana og við grilluðum okkur saman kvöldmat. Krakkarnir fóru í pottinn og eftir matinn upphófst mikill eltingaleikur við kanínu sem vappaði um svæðið en við höfðum séð a.m.k. 2 kanínur á svæðinu.
Dagur 5 sem einnig var sami dagurinn og við skiluðum af okkur bústaðnum var ljómandi fínn. Við fórum hluta af gullna hringnum þ.e. kíktum við hjá Strokki og sáum hann gjósa nokkrum sinnum og fórum síðan að sjá Gullfoss. Á báðum þessum stöðum var allt morandi í ferðamönnum. Ég hef ekki komið að Gullfossi í mörg mörg ár og það hefur mikið breyst. Búið að setja upp palla og stíga út um allt virkilega snyrtilegt og flott.
Ps. minni á að hægt að sjá stærri útgáfu af myndunum með því að smella á þær.
7. júlí 2009
Dagur 3, mánudagur
Það kemur í ljós að Hrund hafði farið á Njáluslóðir með skólanum í vor sem var einmitt á þessu svæði sem við vorum á svo við ákváðum að taka smá útúrdúr eftir að hafa heyrt söguna af því þegar Skarphéðinn Njálsson rennir sér niður hlíðar Stóru-Dímonar og
Eyrún
Eftir þessa hressilegu göngu fórum
Næsta stopp Vík í Mýrdal. Þá var kominn kaffitími og ég keypti mér bolla af tei (sem aumingja afgreiðsludrengurinn brenndi sig á) og við snæddum nestið okkar áður en við
Dyrhólaey var staður sem mig langaði á og að sjá. En þegar við komum þangað var komin þoka svo ekki sáum við mikið af gatinu sjálfu, en það er magnað að vera í þokunni. Svo örlítið rofaði til svo við gátum fengið nasasjón af útsýninu sem við vorum að missa af. Síðast þegar við komum hingað var hávaða rok og rigning svo við fórum aldrei út úr bílnum. Vonandi fáum við betra veður næst.
Dagur 2, sunnudagur
Þennan dag skoðuðum við Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn, Búrfellsvirkjun og Stöng sem er
uppgröftur stórbýlis sem er fyrirmyndin að Þjóðveldisbænum.
Hjálparfoss er ótrúlega fallegur og umhverfið kringum hann líka en fossinn er umkringdur stuðlabergi. Við gengum upp hlíðina hjá fossinum og sáum hann ofanfrá líka. Hrikalegt og fallegt í senn.

Þjóðveldisbærinn var einnig áhugaverður en á annan hátt. Og það allra besta við hann var að við fengum frið fyrir flugunum sem voru ansi ágengar þarna.
Engar myndir voru teknar í eða við virkjunina en hér eru nokkrar myndir af Stöng. Liturinn á gróðrinum inni í uppgreftrinum er ótrúlegur. Manni finnst hann næstum sjálflýsandi svo ljós grænn er burkninn sem þarna sprettur um allt. Við skráðum okkur í gestabókina og það er greinilega mikill gestagangur þarna. Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær og á síðustu myndinni sést gróðurinn einmitt mjög vel.

Sumarbústaðarferð.
Frábær ferð. Yndislegt land. Geggjað veður.
Já við vorum í sumarbústað í Ölfusborgum. Við ferðuðumst um suðurlandið og skoðuðum fallega landið okkar. Ég er búin að velja nokkrar myndir og reyna að vinsa úr þeim örfá sýnishorn af því sem við skoðuðum, sáum og gerðum og af því myndirnar eru fleiri en góðu hófi gegnir (þrátt fyrir svakalegan niðurskurð) þá ætla ég að skipa þeim upp í færslur eftir dögum.
Allra fyrsta daginn vorum við bara í nánasta nágreni. Kíktum aðeins í Hveragerði en þar voru blómadagar, brunuðum svo á Selfoss (því sængurfötin gleymdust heima svo við keyptum ný) og enduðum svo í bústaðnum og grilluðum í þessu líka frábæra veðri.
20. júní 2009
Kvennahlaupið
Ég og stelpurnar mínar hlupum í Kvennahlaupinu í dag í ágætis veðri. Smá dropaði úr lofti en að örðu leiti mjög gott. Stelpurnar fóru 2 km en ég 5 km eins og í fyrra.
Mitt hlaup gekk mikið betur en í fyrra. Ég náði að skokka upp allar brekkurnar og fyrstu 2 voru ekkert mál, sú síðasta sem er ansi brött og löng var erfið, en ég náði að skokka hana alla leið upp en varð þá að labba smá til að ná andanum og hjartslættinum svolítið niður. Kom mér verulega á óvart hversu miklu betra þolið er hjá mér í ár en í fyrra. Þá náði ég ekki að skokka upp brekkurnar heldur varð að taka labbikafla.
Þetta er mynd úr Garmin græunni minni. Á síðasta ári leit þetta svona út.

15. júní 2009
Bláalónsþrautin
Hjólaði í gær 60 km í Bláalónsþraut á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Með mér í Bestó-liðinu voru Adda og Haukur. Þórhallur hjólaði með öðru liði. Ekki það að maður þurfi að vera í liði til að taka þátt en það er bara gaman.
Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef upplifað. Nokkrum sinnum var ég við það að gefast upp. Í fimmtu eða sjöttu brekku sem ég þurfti að teyma hjólið voru fæturnir ekki að vinna eins og venjulega. En ég komst á leiðarenda. Grútþreytt en virkilega ánægt með afrekið og alls ekki síðust í mark.
Haukur (3:45:52) var fyrstur af okkur, síðan ég (3:53:05) og Adda (3:58:35) var svo rétt á eftir mér. Þórhallur var svo óendanlega óheppinn að það sprakk 3x hjá honum og hann náði ekki að ljúka keppni. Það var að sjálfsögðu mikið svekkelsi.
Hér eru úrslitin, til að sjá kvennaflokkinn þarf að skrolla töluvert langt niður.
Síðan eru myndir. Þessar myndir eru teknar við markið. Merkilegustu myndirnar eru nr. 269, 270, 276, 277 og 278.
Eftir hjóleríið var farið í Bláalónið og aðeins slakað á vöðvunum sem var mjög gott.
Ég var aum og þreytt í öllum skrokknum í gær. Bjóst við að vera með harðsperrur út um allt í dag, en er bara nokkuð góð. Finn fyrir þreytu, þó ég hafi farið mjög snemma að sofa og sofið vel í nótt.
Með mér í Bestó-liðinu voru Adda og Haukur. Þórhallur hjólaði með öðru liði. Ekki það að maður þurfi að vera í liði til að taka þátt en það er bara gaman.
Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef upplifað. Nokkrum sinnum var ég við það að gefast upp. Í fimmtu eða sjöttu brekku sem ég þurfti að teyma hjólið voru fæturnir ekki að vinna eins og venjulega. En ég komst á leiðarenda. Grútþreytt en virkilega ánægt með afrekið og alls ekki síðust í mark.
Haukur (3:45:52) var fyrstur af okkur, síðan ég (3:53:05) og Adda (3:58:35) var svo rétt á eftir mér. Þórhallur var svo óendanlega óheppinn að það sprakk 3x hjá honum og hann náði ekki að ljúka keppni. Það var að sjálfsögðu mikið svekkelsi.
Hér eru úrslitin, til að sjá kvennaflokkinn þarf að skrolla töluvert langt niður.
Síðan eru myndir. Þessar myndir eru teknar við markið. Merkilegustu myndirnar eru nr. 269, 270, 276, 277 og 278.
Eftir hjóleríið var farið í Bláalónið og aðeins slakað á vöðvunum sem var mjög gott.
Ég var aum og þreytt í öllum skrokknum í gær. Bjóst við að vera með harðsperrur út um allt í dag, en er bara nokkuð góð. Finn fyrir þreytu, þó ég hafi farið mjög snemma að sofa og sofið vel í nótt.
12. júní 2009
10. júní 2009
5. júní 2009
Nýr á lista
Það hefur bæst við flokkinn "aðrir sem ég hef gaman að því að lesa". Þór Saari nýr þingmaður á Alþingi okkar Íslendinga bloggar um þingstörf frá sínu sjónarhorni.
3. júní 2009
Hjóladagar

Ég tók mér 2 daga frí frá vinnu strax eftir helgina. Fannst ég vera orðin svo ansi leið eitthvað og pirruð og þá er best, hafi maður tök á því að kúpla sig út í smá stund. Sem ég og gerði.
Í gær fór ég svo í lengsta hjólreiðatúrinn minn til þessa. Samtals 33 km. Það var ágætis hjólaveður, þurfti nokkrum sinnum að setja upp vettlingana vegna kulda en að öðru leiti mjög gott.
Eftir 25 km tók ég reynda mjög gott stopp, fékk mat og svona hjá foreldrunum áður en hringnum var lokað.
28. maí 2009
Sjónin

Fór til augnlæknis í morgun. Hef átt í vandræðum með sjónina undanfarið. Á erfitt með að fókusa á t.d. tölvuskjáinn og það sem er í þeirri fjarlægð frá mér.
Kemur í ljós að nærsýnin hjá mér er að minnka. Fer úr 2,0 í 1,5 en er líka komin með smá sjónskekkju.
Svo er víst partur af þessu líka aldurinn. Augasteinninn á orðið erfiðara með það að aðlaga sig að mismunandi fjarlægðum, þ.e. augað þarf nákvæmari gleraugu til að sjá rétt.
Þá er að fara í gleraugnabúð og sannfæra starfsfólkið þar um að skipta bara út öðru glerinu, þó hitt sé rispað og svoleiðis. Það munar varla svo mikið um hálfan að það hafi áhrif á útlitið (þið vitið ef ég er með mjög sterkt á öðru en ekki hinu þá getur annað augað virst töluvert stærra en hitt).
Kemur í ljós að nærsýnin hjá mér er að minnka. Fer úr 2,0 í 1,5 en er líka komin með smá sjónskekkju.
Svo er víst partur af þessu líka aldurinn. Augasteinninn á orðið erfiðara með það að aðlaga sig að mismunandi fjarlægðum, þ.e. augað þarf nákvæmari gleraugu til að sjá rétt.
Þá er að fara í gleraugnabúð og sannfæra starfsfólkið þar um að skipta bara út öðru glerinu, þó hitt sé rispað og svoleiðis. Það munar varla svo mikið um hálfan að það hafi áhrif á útlitið (þið vitið ef ég er með mjög sterkt á öðru en ekki hinu þá getur annað augað virst töluvert stærra en hitt).
26. maí 2009
Ferðahugur
Nú er mig farið að langa í hjólatúr eitthvað út fyrir borgina.
Keypti festingar fyrir hjól á bílinn og draumurinn er að láta karlinn keyra mig eitthvað út fyrir bæinn og sækja svo aftur á leiðarenda.
Í augnablikinu er það Þingvallaleið sem heillar, held að það sé bara nokkuð góð vegalengd að fara fyrir byrjendur í utanbæjarhjólreiðum (ef maður fer ekki á mesta annatíma). Annars væri gaman að fá tillögur um hjólaleiðir.
Árið 2007 hjólaði ég frá Blönduósi á Skagaströnd (ætlaði ekki að trúa því að það hafi ekki verið á síðasta ári) sem er ca. 21 km leið. Það gekk bara vel, mig minnir að ég hafi verið einn og hálfan tíma á leiðinni. En þá var ég ekki búin að kaupa mér Garmin græjuna svo ég er ekki með það nákvæmlega skráð. Það er nú ferð sem mætti vel endurtaka.
Keypti festingar fyrir hjól á bílinn og draumurinn er að láta karlinn keyra mig eitthvað út fyrir bæinn og sækja svo aftur á leiðarenda.
Í augnablikinu er það Þingvallaleið sem heillar, held að það sé bara nokkuð góð vegalengd að fara fyrir byrjendur í utanbæjarhjólreiðum (ef maður fer ekki á mesta annatíma). Annars væri gaman að fá tillögur um hjólaleiðir.
Árið 2007 hjólaði ég frá Blönduósi á Skagaströnd (ætlaði ekki að trúa því að það hafi ekki verið á síðasta ári) sem er ca. 21 km leið. Það gekk bara vel, mig minnir að ég hafi verið einn og hálfan tíma á leiðinni. En þá var ég ekki búin að kaupa mér Garmin græjuna svo ég er ekki með það nákvæmlega skráð. Það er nú ferð sem mætti vel endurtaka.
20. maí 2009
Smá tiltekt
Tók út þá bloggara sem ekkert hafa skrifað í langan, langan tíma. Nokkrir fleiri eru í hættu á að verða teknir út af lista, það eru þessir sem ekki hafa komið með innlegga í 5 -6 mánuði.
Koma svo bloggarar, látið heyra frá ykkur!
Koma svo bloggarar, látið heyra frá ykkur!
19. maí 2009
Vá vá vá
Þvílíkt fjöldamet sett í morgun í mínum talningum. Taldi 58 hjólreiðamenn. Gætu hafa verið fleiri en til að vera örugglega ekki að telja menn tvisvar voru vafaaðilar hafðir útundan. Nr. 49 og 50 voru Adda og Þórhallur.
Hef aldrei nokkurntíman talið svona marga. Fór Fossvogsdalinn og þar er bókstaflega krökkt af hjólreiðamönnum og gaman að segja frá að langflestir eru með hægri umferðina á tæru, þrátt fyrir ruglandi línumerkingar á stígunum. Helsti gallinn við þessa leið eru blindbeygjurnar, en þær eru nokkrar.
Og svo langar mig að monta mig svolítið af honum stóra bróður mínum. En í morgunblaðinu í gær kom mynd af honum þar sem hann tók þátt í Kópavogsþríþrautinni; 400m sund, 10 km hjólreiðar og 2.5 km hlaup. Hér eru úrslitin og varð hann í 11 sæti í karlaflokki sem er frábær árangur. Til hamingju með það Þórhallur!
Hef aldrei nokkurntíman talið svona marga. Fór Fossvogsdalinn og þar er bókstaflega krökkt af hjólreiðamönnum og gaman að segja frá að langflestir eru með hægri umferðina á tæru, þrátt fyrir ruglandi línumerkingar á stígunum. Helsti gallinn við þessa leið eru blindbeygjurnar, en þær eru nokkrar.
Og svo langar mig að monta mig svolítið af honum stóra bróður mínum. En í morgunblaðinu í gær kom mynd af honum þar sem hann tók þátt í Kópavogsþríþrautinni; 400m sund, 10 km hjólreiðar og 2.5 km hlaup. Hér eru úrslitin og varð hann í 11 sæti í karlaflokki sem er frábær árangur. Til hamingju með það Þórhallur!
15. maí 2009
Hjólafréttir
Veðrið var svo frábært í morgun að ég ákvað að fara lengstu leiðina mína í vinnuna sem er rúmir 9 km.
Mætti og sá 31 hjólreiðamenn sem er fjöldamet í mínum talningum.
Mætti og sá 31 hjólreiðamenn sem er fjöldamet í mínum talningum.
14. maí 2009
Viðhorf til hjólreiða
Mér var í gær bent á það, af bílstjóra sem ók fram úr mér á Njálsgötunni að það væri fyrir löngu búið að leyfa hjólreiðamönnum að hjóla á gangstéttinni. Ég svaraði honum að það væri bara miklu betra að hjóla á götunni og fékk þá það svar að þar væri ég fyrir. Þar sem hann var þá komin fram úr mér gafst mér ekki tækifæri til að segja neitt af viti og kallaði bara NEI.
Einmitt á þessari götu eru gangstéttarnar algjörlega ónothæfir til hjólreiða. Stéttarnar eru þröngar og með þrengingum hér og þar. Húsin eru alveg upp við götuna og mjög oft er bílum lagt upp á stéttina. Hámarks hraðinn er 30 km/klst á götuni og venjulega næ ég líklega 20-25 km/klst þarna en maður þarf reglulega að hægja á út af þvergötum sem eiga forgang.
Mér finnst best þegar það er bíll fyrir framan mig því þá er augljóst að ég fer ekki hægar en hann og þá fá bílstjórar fyrir aftan mig ekki þessa tilfinningu að ég sé að hægja á þeim. En ef það er ekki bíll fyrir framan mig þá finn ég fyrir óþolinmæði bílstjóranna fyrir aftan mig. Oftast fer ég þá upp á stétt og hleypi framúr.
Einmitt á þessari götu eru gangstéttarnar algjörlega ónothæfir til hjólreiða. Stéttarnar eru þröngar og með þrengingum hér og þar. Húsin eru alveg upp við götuna og mjög oft er bílum lagt upp á stéttina. Hámarks hraðinn er 30 km/klst á götuni og venjulega næ ég líklega 20-25 km/klst þarna en maður þarf reglulega að hægja á út af þvergötum sem eiga forgang.
Mér finnst best þegar það er bíll fyrir framan mig því þá er augljóst að ég fer ekki hægar en hann og þá fá bílstjórar fyrir aftan mig ekki þessa tilfinningu að ég sé að hægja á þeim. En ef það er ekki bíll fyrir framan mig þá finn ég fyrir óþolinmæði bílstjóranna fyrir aftan mig. Oftast fer ég þá upp á stétt og hleypi framúr.
12. maí 2009
Vortónleikar unglingadeildar söngskóla Sigurðar Demetz
Í gærkvöldi söng Eyrún á vortónleikunum. Hún stóð sig virkilega vel. Tónleikarnir voru tvískiptir, klassísklög í fyrrihluta og sungið í hljóðnema á seinnihluta, en á milli sungu allar stelpurna í kór og líka í lokin.
Þetta voru allt stelpur og sungu þær flestar tvö einsöngslög og svo allar í kórlögunum. Þær voru greinilega komnar mis langt í náminu og margar áttu erfitt með að standa fyrir faman alla gestina og syngja, en allar komust þær vel frá sínu og stóðu sig vel. Tónleikarnir voru vel sóttir og þurfti að bæta við sætum til að allir kæmust fyrir.
Lögin sem Eyrún söng voru Brátt mun birtan dofna og lagið úr Anastasiu sem hún hefur sungið nokkrum sinnum áður, en það lag var valið með svolítið litlum fyrirvara og því náðist ekki að undirbúa og finna nótur að undirspili fyrir undirleikarana að spila svo hún notaði upptöku sem við Arnar bróðir settum saman fyrir Eyrúnu þegar hún söng lagið á Árshátíð unglingadeildar Vogaskóla fyrr í vor.
Bæði lögin voru virkilega fallega sungin hjá henni.
Þetta voru allt stelpur og sungu þær flestar tvö einsöngslög og svo allar í kórlögunum. Þær voru greinilega komnar mis langt í náminu og margar áttu erfitt með að standa fyrir faman alla gestina og syngja, en allar komust þær vel frá sínu og stóðu sig vel. Tónleikarnir voru vel sóttir og þurfti að bæta við sætum til að allir kæmust fyrir.
Lögin sem Eyrún söng voru Brátt mun birtan dofna og lagið úr Anastasiu sem hún hefur sungið nokkrum sinnum áður, en það lag var valið með svolítið litlum fyrirvara og því náðist ekki að undirbúa og finna nótur að undirspili fyrir undirleikarana að spila svo hún notaði upptöku sem við Arnar bróðir settum saman fyrir Eyrúnu þegar hún söng lagið á Árshátíð unglingadeildar Vogaskóla fyrr í vor.
Bæði lögin voru virkilega fallega sungin hjá henni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...