Það vantar ekki afmælin í september það er á hreinu.
Okkur var boðið í þetta líka fína afmæli í gær. Það var haldið í Mosfellsdalnum og var bara svona skemmtilegt. Verst hvað veðrið var leiðinlegt því umhverfið bauð upp á margskonar útiveru, en það er ekki á allt kosið.
Svo á föstudaginn höldum við afmælisveislu fyrir dætur okkar báðar. Við ætlum okkur aðeins aftur í tímann og hafa kók í glerflöskum og pylsur. Nokkrir hafa stungið upp á lakkrísrörum, prins póló og súkkulaðiköku.
Ahh já afmælin í gamla daga... Muniði eftir prins póló ögnum fljótandi í kókinu? Eða lakkrísröri gegnsósa af kóki?
Já allt var betra í gamla daga.
11. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
5 ummæli:
Ohh já kók með fljótandi prinspóló flögum mmmmmm.... : )
Ekkert hel#$%#... kók. Frekar Spur Cola, Miranda, Póló eða Sinalco! Eða er ég nú kominn aftur í forneskju fyrir flesta?
Miranda þótti mér gott og Sinalco. En Það var aldei uppistaða í afmælisveislum.
Póló man ég ekki eftir. En ég er auðvitað svo ung.
Jú við munum vel eftir Póló, það var drykkur sem ég drakk aldrei reyndar, en hann var til alveg fram á menntaskólaár mín svo Bjarney, þú hlítur að muna eftir honum. Miranda var minn uppáhalds drykkur og Nóa (ópal) líka, svo var þar fyrir utan Myllubrauðið sem var hætt að framleiða 1985 djöfull og helvíti hvað það var erfitt að sætta sig við það, auglýsingin um brauðið var líka svo fín.
Myllu, Myllu, Myllu, Myllu
Myllukökur, Myllubrauð
Varð það ekki þetta???
Skrifa ummæli