Mér fanns sem ég væri á nýja hjólinu mínu að hjóla í vinnuna í kolniða myrkri. Það var svo dimmt að ekki sást fram fyrir stýrið.
Og þá fannst mér sem yfir mig kæmi óþol og ergelsi yfir að hafa ekki keypt lukt á hjólið til að vísa vegin við svona aðstæður.
Einnig hafði ég sterka tilfinningunni fyrir því að gatan væri stráð glerbrotum, enda fór líka svo að það sprakk á framdekkinu. Ég vissi að ég væri með bætur og nýju pumpuna mína en engu að síður var þetta frekar óheppilegt.
Hver getur ráðið þennan draum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Skemmtileg nýjung hér á síðu þinni...veit ekki hvort hægt sé að ráða annað í þetta en hræðslu og kvíða yfir því að eitthvað geti komið fyrir nýja fína hjólið þitt og sjálfan þig (afsakið hvað ég er lógískur, ekkert spennandi eða dulrænt við þetta :) )
Jæja, fyrst þið biðjið svona fallega þá skal ég segja ykkur hvað þetta þýðir allt saman.
Það sem sólin hefur lækkað á lofti og farið er að rökkva fyrr er nauðsynlegt að hafa réttan útbúnað á hjólinu. Og mig vantar ljós framan á hjólið. Þetta hefur verið að angra mig og kominn tími til að gera eitthvað í málinu.
Flóknara var það nú ekki.
Skrifa ummæli