26. september 2006

Skrítið.

Fyrir u.þ.b. viku í þegar ég var alveg að sofna fann ég fyrir þessum svakalega verk í einni tönninni þegar ég beit saman. Og ég hugsaði að ég yrði að fara til tannlæknis að láta kíkja á þetta.
Morguninn eftir - ekkert. Og ég átta mig á því að mig var að dreyma.

Næstu nótt gerist það sama og ég hugsa að þetta sé ekki hægt nú verði ég að fara til tannlæknis þó ég finni ekki neitt fyrir neinu morguninn eftir. Daginn eftir finn ég auðvitað ekki fyrir neinu og sé enga ástæðu til að fara til tannlæknis.

Svona hefur þetta gengið síðan þá. Mér finnst ég vera að sofna eða að vakna (þið vitið svona mitt á milli svenfs og vöku) og alltaf þessi verkur í sömu tönninni og alveg hræðilega sárt.

Í nótt var hann öðruvísi og mildari. En samt sem áður, enn einn tannpínudraumurinn.

Skrítið

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...