27. september 2006

Gamlar myndir, en samt ekki svo gamlar

Við skönnuðum inn myndir og hér eru nokkrar. Gæðin eru svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir (gamall skanni) en það er samt gaman að þessu.



Þórhallur og Annel Helgi, ó þeir eru bara svo sætir. Þessi mynd er tekin á ættarmóti. Helga móðursystir er á bak við þá.


Hérna eru ég og Inga vinkona þegar við vorum alveg eins. Þarna erum við í apaskinnsbuxunum sem við áttum alveg eins, vorum með alveg eins hárgreiðslu og merkilegt nokk vorum jafn háar!


Hérna eru mamma og Daði (takið eftir blaðinu sem mamma heldur á).



Og að lokum Arnar og Daði, sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með daginn Daði!!!


2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Magnað!!!!

BbulgroZ sagði...

He he skentlett : )Það væri jafnvel hægt að hressa upp á þær með smá Photoshop yfirferð, þá er hægt að ná ýmsu fram í gömlum myndum svona til að skerpa á þeim.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...