Ég man þá tíð þegar miðnætti var sveipað ævintýraljóma. Þessum tíma sólarhrings var ekki náð vakandi nema um áramótin. Því fylgdi að sjálf sögðu töluverð tilhlökkun en einnig kvíði að vaka svona lengi því flestir hafa heyrt sögur um óhugnanlega hluti sem geta gerst á miðnætti.
Miðnættið hefur misst ævintýraljómann. Í dag fara fáir í bólið fyrir miðnætti og meira að segja börnunum finnst sjálfsagt að vaka fram yfir miðnætti, allavega um helgar og mundu gera það líka á virkum dögum ef ekki kæmu til foreldrar sem reyna af veikum mætti að koma þeim í bólið fyrir þennan áður stórhættulega tíma.
Það er söknuður í sál minni eftir þessari sérstöku tilfinningu sem fylgdi því að vaka fram yfir miðnætti.
27. nóvember 2006
23. nóvember 2006
19. nóvember 2006
Fyrsti snjórinn
Frábært að fá fyrsta snjóinn á sunnudegi. Eina umferðin um götuna fram til kl. 14 var fólk í snjógöllum með snjóþotur í eftirdragi fullar af krökkum á leið í brekkurnar geri ég ráð fyrir.
Um leið og siðsamlegum tíma var náð til að skapa hávaða fór ég út að moka snjóinn. Hér sést afraksturinn. Virkilega fallegur mokstur þó ég segi sjálf frá.
Þegar fjölskyldan var vöknuð og komin á ról drifum við okkur í gallana og út. Þá tók við meiri mokstur því þó að snjórinn væri ótrúlega laus í sér þannig að varla náðist að hnoða í snjóbolta skyldi snjóhús byggt! Og í þeim tilgangi var svo til öllum snjó í bakgarðinum mokað saman í hrúgu. Á myndinni er Eyrún að grafa sig inn í hrúguna og Hrund að bæta snjó við.
Síðan var farið inn og drukkið heitt kakó eins og sæmir á degi sem þessu.
Svo fóru Eyrún og Elías út og breyttu öllum snjóhúsabyggingaplönum að eigin geðþótta svo úr var yfirbyggð rennibraut. Og á myndinn fer Eyrún í fyrstu salibunu.
17. nóvember 2006
Beta blogger
Hr. blogg plataði mig til að taka upp nýtt (og skv. honum) betra blogg þ.e.a.s. nýja útgáfu sem heitir: Blogger beta.
Ég get ekki sagt að ég sé sæl með þá útgáfu. Það er tvennt sem breyttist við þetta sem ég hef tekið eftir.
í fyrstalagi: Ég skrái mig inn með sama aðgangi og að gmailinum mínum (sem er allt í lagi)
í öðrulagi: Þegar ég vil kommenta hjá einhverjum þarf ég fyrst að skrá mig inn og síðan get ég kommentað.
Það er óþolandi. Ég vil geta gert eins og áður að skrifa mín komment og svo setja inn aðgangsorð og lykilorð, punktur og basta. En út af þessu hef ég tapa mörgum, mögrum kommentum og þurft að skrifa upp aftur sem er hræðilega leiðinlegt.
Nú hef ég gripið til þess ráðs að kommenta sem "other".
Ef einhver hefur gert þessi sömu mistök og ég og veit hvernig og hvort hægt er að laga þetta endilega látið mig vita.
Ég get ekki sagt að ég sé sæl með þá útgáfu. Það er tvennt sem breyttist við þetta sem ég hef tekið eftir.
í fyrstalagi: Ég skrái mig inn með sama aðgangi og að gmailinum mínum (sem er allt í lagi)
í öðrulagi: Þegar ég vil kommenta hjá einhverjum þarf ég fyrst að skrá mig inn og síðan get ég kommentað.
Það er óþolandi. Ég vil geta gert eins og áður að skrifa mín komment og svo setja inn aðgangsorð og lykilorð, punktur og basta. En út af þessu hef ég tapa mörgum, mögrum kommentum og þurft að skrifa upp aftur sem er hræðilega leiðinlegt.
Nú hef ég gripið til þess ráðs að kommenta sem "other".
Ef einhver hefur gert þessi sömu mistök og ég og veit hvernig og hvort hægt er að laga þetta endilega látið mig vita.
15. nóvember 2006
Aftur í tímann um c.a. 25 ár.
Munið þið eftir ævintýraheiminum sem skapaðist stundum þegar við lékum okkur í snjó og kulda?
Munið þið eftir því að hafa gleymt ykkur í leik úti í kuldanum þar til fingurnir voru svo loppnir að varla var hægt að hreyfa þá lengur? Svo þegar farið var inn í hlýjuna og hitinn kom aftur í fingurnar þannig að mann verkjaði?
Munið þið eftir lopa vettlingunum sem voru svo hlýir en gerðu fingurnar loðna?
Í morgun var 6 stiga frost og vindur og það varð til þess að ég mundi.
Munið þið eftir því að hafa gleymt ykkur í leik úti í kuldanum þar til fingurnir voru svo loppnir að varla var hægt að hreyfa þá lengur? Svo þegar farið var inn í hlýjuna og hitinn kom aftur í fingurnar þannig að mann verkjaði?
Munið þið eftir lopa vettlingunum sem voru svo hlýir en gerðu fingurnar loðna?
Í morgun var 6 stiga frost og vindur og það varð til þess að ég mundi.
13. nóvember 2006
Breytingar
Glöggir menn taka eftir því að búið er að flokka skemmtilega bloggara í tvo hópa.
Leitast verður eftir því að hafa þessa flokka sem næst sannleikanum í framtíðinni.
Menn geta sótt um að fara úr neðri hópnum upp í þann efri.
Allar ábendingar verða teknar til athugunar og metnar út frá aðstæðum.
Leitast verður eftir því að hafa þessa flokka sem næst sannleikanum í framtíðinni.
Menn geta sótt um að fara úr neðri hópnum upp í þann efri.
Allar ábendingar verða teknar til athugunar og metnar út frá aðstæðum.
Þeim tókst hið ómögulega
Að vekja mig með afmælissöng í morgun. Og til þess að ná þessu markmiði sínu vöknuðu þau (réttara sagt þær) kl. 6!!! Stelpurnar mínar sem varla er hægt að toga á fætur fyrir kl. 8
En það get ég sagt ykkur að þetta var algjörlega dásamlegt. Þó söngurinn hefði verið svolítið ryðgaður, en það er víst ekki við öðru að búast á þessum tíma dags.
Á meðfylgjandi mynd er afmælisgjöfin mín. Te, sérvalið af Eyrúnu með appelsínu og hindberjabragði, ég hlakka mikið til að smakka það. Tebolli og undirskál sem fær einnig sína prufukeyrslu í dag með nýja teinu. Og fallegast afmæliskort sem ég man eftir að hafa fengið, hannað af dætrum mínum.
Sem sagt dagurinn hófst bara nokkuð vel.
ps. ég sé að myndavélin er ekki með rétta dagsetningu, þetta þarf að laga.
10. nóvember 2006
Stormviðvörun
Veðurspáin í gær var hrikaleg, vindur allt upp í 45 m/s í hviðum og jafnvel meiri. Búist við vindhraða upp á 25 m/s og þvílík rigning sem fylgja átti.
Menn fóru í háttinn með kvíðahnút í maganum. Eru þakplöturnar nógu vel festar niður, hvað með ruslafötur, hjól og grill?
Kemst maður í vinnu í fyrramálið? Á að senda börnin í skólann?
Ekki laust við vonbrygði í morgun þegar varla heyrðist í vindinum. Jú hugsanlega er vindáttin þannig að við finnum ekki fyrir henni. Mbl segir að vindur sé 15 m/s það er nú töluvert (hef miðað við 8 m/s sem hámark upp á hjólerí, sá samt hjólreiðamann á leið til vinnu í morgun - hetja eða vitleysingur?).
Það er einhver rómantík við óveður. Í óveðri situr maður inni í hlýjunni, uppi í sófa við kertaljós með heitt kakó og hlustar á vindinn blása eða horfir á uppáhalds myndina sína sem maður á enn á videóspólu ef ekki er rafmagnslaust.
Ákvað engu að síður að halda stelpunum heima í dag. Var ofboðslega á báðum áttum en rökstuddi verknaðinn með því að skólinn er byggingasvæði nú um stundir og eru það ekki einmitt staðirnir til að forðast þegar allra veðra er von?
Myndin tekin af www.mbl.is
9. nóvember 2006
Látnir bíða í tvö ár
Einhvernvegin svona var fyrirsögn á frétt í Blaðinu í gær. Ég las þetta aftur og aftur því ég á það til að bæta inn í orðum og stöfum þegar ég les fyrirsagnir sem breytir þeim algjörlega og hélt ég væri að því líka í þetta skiptið.
Það sem ég skildi ekki var hvers vegna dáði fólk ætti að bíða og þá eftir hverju?
Það sem ég skildi ekki var hvers vegna dáði fólk ætti að bíða og þá eftir hverju?
2. nóvember 2006
Að losa sig við drauga.
Hef haft þá nokkra á bakinu í allt of langan tíma. En nú í dag með 2 símtölum tókst mér að losna við einn og minnka annan.
Við hjónin hófum í vor að stunda ræktina af miklum móð - eeeh... svona allavega í upphafi. Síðan förum við til útlanda... og svo hófst skólinn hjá dætrunum... og almennt amstur... og þá er ekki lengur pláss fyrir þennan lið í lífinu og við ákveðum að segja upp samningi þeim er gerður var.
Eftir að hafa haft uppsagnardrauginn á bakinu í nokkurn tíma tókst mér að láta verða af því að fara á staðinn og segja þessu upp. En það sem gleymdist var að fá kvittun fyrir öllu saman. Svo draugurinn hékk enn á bakinu.
En loksins hringdi ég á staðinn. Nú, þá er það illgeranlegt að útbúa pappír og senda í pósti, menn eiga að mæta á staðinn fyrir svona nokkuð!
Ég segi ok og dröslast áfram með drauginn.
Það er skrítið með svona drauga hvað þeir eiga það til að stækka því lengur sem þeir fá að hanga. En aldrei kom ég mér á staðinn til að losa mig við hann og draugurinn heldur áfram að stækka og pirra mig (því draugar eru duglegir við svoleiðis).
Síðan loksins kom að því áðan að mér fannst kominn tími til að losna við hann endanlega og ég hringdi aftur. Þá allt í einu er ekkert mál að senda viðeigandi pappíra í pósti.
Og púff, draugurinn hvarf.
Og þá hugsar maður, afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?
Við hjónin hófum í vor að stunda ræktina af miklum móð - eeeh... svona allavega í upphafi. Síðan förum við til útlanda... og svo hófst skólinn hjá dætrunum... og almennt amstur... og þá er ekki lengur pláss fyrir þennan lið í lífinu og við ákveðum að segja upp samningi þeim er gerður var.
Eftir að hafa haft uppsagnardrauginn á bakinu í nokkurn tíma tókst mér að láta verða af því að fara á staðinn og segja þessu upp. En það sem gleymdist var að fá kvittun fyrir öllu saman. Svo draugurinn hékk enn á bakinu.
En loksins hringdi ég á staðinn. Nú, þá er það illgeranlegt að útbúa pappír og senda í pósti, menn eiga að mæta á staðinn fyrir svona nokkuð!
Ég segi ok og dröslast áfram með drauginn.
Það er skrítið með svona drauga hvað þeir eiga það til að stækka því lengur sem þeir fá að hanga. En aldrei kom ég mér á staðinn til að losa mig við hann og draugurinn heldur áfram að stækka og pirra mig (því draugar eru duglegir við svoleiðis).
Síðan loksins kom að því áðan að mér fannst kominn tími til að losna við hann endanlega og ég hringdi aftur. Þá allt í einu er ekkert mál að senda viðeigandi pappíra í pósti.
Og púff, draugurinn hvarf.
Og þá hugsar maður, afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...