15. nóvember 2006

Aftur í tímann um c.a. 25 ár.

Munið þið eftir ævintýraheiminum sem skapaðist stundum þegar við lékum okkur í snjó og kulda?

Munið þið eftir því að hafa gleymt ykkur í leik úti í kuldanum þar til fingurnir voru svo loppnir að varla var hægt að hreyfa þá lengur? Svo þegar farið var inn í hlýjuna og hitinn kom aftur í fingurnar þannig að mann verkjaði?

Munið þið eftir lopa vettlingunum sem voru svo hlýir en gerðu fingurnar loðna?

Í morgun var 6 stiga frost og vindur og það varð til þess að ég mundi.

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Mjög sætt systir góð ég fæ bara "setja heitt vatn á vassbílinn til að bræða planið" fílinginn :)

ættum kannski að byggja snjóhús næst þegar vart verður ofankomu?

BbulgroZ sagði...

Hurður, já gerum snjóhús!!! Spurning að fara á skíði bak við Sunnuhlíð?!

Smútn sagði...

Ég kem með flugeldana!!!

BbulgroZ sagði...

Já, þá þurfum við snjóhús og smá bálköst inní því, þórhallur sér um að halda glóðinni við, við hin komum með efniviðinn : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...