10. nóvember 2006

Stormviðvörun


Veðurspáin í gær var hrikaleg, vindur allt upp í 45 m/s í hviðum og jafnvel meiri. Búist við vindhraða upp á 25 m/s og þvílík rigning sem fylgja átti.
Menn fóru í háttinn með kvíðahnút í maganum. Eru þakplöturnar nógu vel festar niður, hvað með ruslafötur, hjól og grill?
Kemst maður í vinnu í fyrramálið? Á að senda börnin í skólann?

Ekki laust við vonbrygði í morgun þegar varla heyrðist í vindinum. Jú hugsanlega er vindáttin þannig að við finnum ekki fyrir henni. Mbl segir að vindur sé 15 m/s það er nú töluvert (hef miðað við 8 m/s sem hámark upp á hjólerí, sá samt hjólreiðamann á leið til vinnu í morgun - hetja eða vitleysingur?).

Það er einhver rómantík við óveður. Í óveðri situr maður inni í hlýjunni, uppi í sófa við kertaljós með heitt kakó og hlustar á vindinn blása eða horfir á uppáhalds myndina sína sem maður á enn á videóspólu ef ekki er rafmagnslaust.

Ákvað engu að síður að halda stelpunum heima í dag. Var ofboðslega á báðum áttum en rökstuddi verknaðinn með því að skólinn er byggingasvæði nú um stundir og eru það ekki einmitt staðirnir til að forðast þegar allra veðra er von?

Myndin tekin af www.mbl.is

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er nú oft svona með veðrið, ég einmitt tók bílinn í morgun en ekki hjólið...en það verður rok í dag og á svo að blása í kvöld heyrðist mér í útvarpinu þegar ég ók inn í ´bílastæðahúsið í morgun.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...