19. nóvember 2006

Fyrsti snjórinn

Frábært að fá fyrsta snjóinn á sunnudegi. Eina umferðin um götuna fram til kl. 14 var fólk í snjógöllum með snjóþotur í eftirdragi fullar af krökkum á leið í brekkurnar geri ég ráð fyrir.


























Um leið og siðsamlegum tíma var náð til að skapa hávaða fór ég út að moka snjóinn. Hér sést afraksturinn. Virkilega fallegur mokstur þó ég segi sjálf frá.








Þegar fjölskyldan var vöknuð og komin á ról drifum við okkur í gallana og út. Þá tók við meiri mokstur því þó að snjórinn væri ótrúlega laus í sér þannig að varla náðist að hnoða í snjóbolta skyldi snjóhús byggt! Og í þeim tilgangi var svo til öllum snjó í bakgarðinum mokað saman í hrúgu. Á myndinni er Eyrún að grafa sig inn í hrúguna og Hrund að bæta snjó við.













Síðan var farið inn og drukkið heitt kakó eins og sæmir á degi sem þessu.









Svo fóru Eyrún og Elías út og breyttu öllum snjóhúsabyggingaplönum að eigin geðþótta svo úr var yfirbyggð rennibraut. Og á myndinn fer Eyrún í fyrstu salibunu.


2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Klassískur fyrsti snjódagur vetrarins : )

Nafnlaus sagði...

gaman að sjá myndir, og moksturinn í hæsta gæðaflokki segi ég nú bara!! vona að það gangi vel að komast í vinnuna á morgun :)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...