27. nóvember 2006

M I Ð N Æ T T I

Ég man þá tíð þegar miðnætti var sveipað ævintýraljóma. Þessum tíma sólarhrings var ekki náð vakandi nema um áramótin. Því fylgdi að sjálf sögðu töluverð tilhlökkun en einnig kvíði að vaka svona lengi því flestir hafa heyrt sögur um óhugnanlega hluti sem geta gerst á miðnætti.

Miðnættið hefur misst ævintýraljómann. Í dag fara fáir í bólið fyrir miðnætti og meira að segja börnunum finnst sjálfsagt að vaka fram yfir miðnætti, allavega um helgar og mundu gera það líka á virkum dögum ef ekki kæmu til foreldrar sem reyna af veikum mætti að koma þeim í bólið fyrir þennan áður stórhættulega tíma.

Það er söknuður í sál minni eftir þessari sérstöku tilfinningu sem fylgdi því að vaka fram yfir miðnætti.

5 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Varst þú hrædd við miðnættið?? Var það ekki þú sem fylgdir okkur, logandi hræddum, eldri og yngri bróður þínum á salernið á nóttunni ef við þurfum að pissa???

Nafnlaus sagði...

Það er svo auðvelt að setja upp "ég er sko ekkert hrædd" grímuna þegar aðrir eru hræddir/hræddari í kringum mann. En væri ég ein á ferð þá sá ég alveg sömu draugana og þið.

Refsarinn sagði...

Það hafa allit alltaf vakað fram yfir miðnætti Fransína nema þú. ;)

Þorkatla sagði...

Ég man eftir einum sem var meira hræddur við rúm en bara miðnætti. einn sem var hræddastur við að vera lokaðir inni rúmi og frænka hans hefði lokað hann þar inni... úúhaahahahaa..

BbulgroZ sagði...

Neeeiii hættu hættuuuu!!!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...