Mamma mín á afmæli á morgun og ætlar að kaupa pizzur handa börnum sínum og barnabörnum. Þá verður farið í pakkaleik sem beðið hefur verið eftir á mínu heimili síðan á síðasta ári. En leikurinn felst í því að allir koma með pakka sem búið er að pakka inn eins spennandi og hægt er. Innhald pakkans má ekki kosta mikið enda er það lúkkið á pakkanum sem gildir hér. Síðan eru allir pakkarnir settir á mitt borð og þáttakendur skiptast á að kasta tening. Þegar einhver fær sexu má sá hinn sami velja sér pakka.
Í upphafi er ákveðið hversu lengi leikurinn á að standa yfir og eru 10 - 15 mín ágætis tímatakmörk. Þegar allir pakkar á miðju borði hafa verið valdir er komið að því að stela pökkum frá öðrum þáttakendum. Þegar svo tímatakmörk eru liðin má opna þá pakka sem maður hefur sankað að sér.
Nokkuð skemmtilegur leikur get ég sagt ykkur. Og ekki er síður skemmtilegt að pakka inn gjöfunum.
1 ummæli:
Jú þetta er skemmtilegur leikur sem kom frá útlandinu og hefur heldur betur auðgað menningu vora.
Skrifa ummæli