Hafið þið prófað að tala eins og maður skrifar? Hvet ykkur til að prófa, það krefst einbeitingar að segja alla stafina og kemur auðvitað fáránlega út.
Mér áskotnaðist jóladiskur KK og Ellenar, Jólin eru að koma.
Þau syngja jólalögin á rólegan og einfaldan máta við gítarundirleik. Fyrst fannst mér þetta svolítið kjánalegt, ég gæti svo vel gert þetta sjálf. En nú finnst mér hann bara vera ljúfur og góður. Þarna fá jólalög eins og Bjart er yfir Betlehem, Hin fyrstu jól og Yfir fannhvíta jörð endurnýjun lífdaga. Menn eru almennt orðnir leiðir á sleðabjöllu-rokk-jólalögum hefur mér fundist og þessi diskur mjög gott andsvar við því öllu saman.
Mæli eindregið með diskinum við alla þá sem vilja hlusta á gömlu góðu jólalögin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Tja hvað skal segja, til hamingju með diskinn ;)
Skrifa ummæli