Nú er mig farið að langa í hjólatúr eitthvað út fyrir borgina.
Keypti festingar fyrir hjól á bílinn og draumurinn er að láta karlinn keyra mig eitthvað út fyrir bæinn og sækja svo aftur á leiðarenda.
Í augnablikinu er það Þingvallaleið sem heillar, held að það sé bara nokkuð góð vegalengd að fara fyrir byrjendur í utanbæjarhjólreiðum (ef maður fer ekki á mesta annatíma). Annars væri gaman að fá tillögur um hjólaleiðir.
Árið 2007 hjólaði ég frá Blönduósi á Skagaströnd (ætlaði ekki að trúa því að það hafi ekki verið á síðasta ári) sem er ca. 21 km leið. Það gekk bara vel, mig minnir að ég hafi verið einn og hálfan tíma á leiðinni. En þá var ég ekki búin að kaupa mér Garmin græjuna svo ég er ekki með það nákvæmlega skráð. Það er nú ferð sem mætti vel endurtaka.
26. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
4 ummæli:
Hæ Bjarney. Þú kemur auðvitað bara í Bláa Lóns þrautina, við Þórhallur (og Haukur Tandri) erum búin að skrá okkur í 60km. Okkur Hauk vantar einmitt einn í fjölskyldulið :) Þórhallur verður í firmaliði og má ekki vera í liði í báðum flokkum!
kv
Adda
ó vá. 60 km! Fyrst var ég alveg bara ó nei, þú hlýtur að vera að grínast. En núna er mér farið að finnast þetta pínu spennandi.
En ég þarf að vita hversu mikið keppnisskapið er í þér, því ég vil komast lifandi frá þessu.
Hvað er maður lengi að fara þessa vegalend?
Iss... voða lítið keppnisskap í mér, ég er aðallega að hugsa um að komast þetta! Það er ekki fyrr en næst að maður hefur einhvern tíma til að keppa að. Ég stefni á að vera þetta svona þrjá og hálfan tíma, er venjulega um hálftíma að hjóla 10 km. En þetta er mest allt á möl og skv. bróður þínum er þetta það allra skemmtilegasta sem hann hefur gert! Hér er linkur:
http://www.hfr.is/blaa/upplysingar.asp?m=5
kv
Adda
Eftir að hafa hjólað Nesjavallaleiðina (báðar leiðir) þá datt mér einmitt í hug að það gæti verið gaman að fara með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr, keyra upp á Hengil og hjóla svo í bæinn. Þ.e. allir nema bílstjórinn. Ekki allir sem hafa gaman af því að hjóla niður brattar brekkur, en ég er hraðafíkill og fannst heimleiðin 10 sinnum skemmtilegri, hún er öll niður í mót eða á jafnsléttu :)
Kv. Hrönn
Skrifa ummæli