15. maí 2009

Hjólafréttir

Veðrið var svo frábært í morgun að ég ákvað að fara lengstu leiðina mína í vinnuna sem er rúmir 9 km.
Mætti og sá 31 hjólreiðamenn sem er fjöldamet í mínum talningum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég taldi alla hjólreiðamenn sem ég sá þennan morgun og mínar talningar dadadadammmm.... 88 hjólreiðamenn (+ 2 sem ég sá út um gluggann minn koma í vinnuna). En það er alveg klárt mál að þeir sem hjóla til Reykjavíkur á morgnana sjá ekki eins marga hjólreiðamenn og ég, það eru miklu fleiri að hjóla í þá áttina heldur en inn til Hafnarfjarðar.
kv,
Adda

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þetta eru bara ótrúlegar tölur hjá þér.
Á hvaða tíma dagsins ertu? Og hvað er þetta langt sem þú hjólar?

Ég sá 11 hjólreiðamenn í morgun milli klukkan hálf átta og átta og ég fór Sæbrautina sem er u.þ.b. 6 km.

Nafnlaus sagði...

Ég veit! Ég var farin að efast um þær sjálf! En ég var komin upp í 30 hjólreiðamenn þegar ég var komin að Valsheimilinu og það eru ekki nema ca. 3 km þangað! Ég hjóla í kringum átta leytið, svona á milli átta og hálfníu frá 101 Reykjavík->Nauthólsvík->Kópavogur->
Arnarnes->Hafnarfjörður. Það er stundum ótrúlegur fjöldi á þessari leið! En þennan dag taldi ég gjörsamlega alla, líka þá sem ég rétt gat greint!
kv,Adda

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...