Í annað skiptið á þessu ári sé ég engan annan á hjóli á leið minni til vinnu. Það kom mér verulega á óvart í morgun því veðrið í dag er mun skaplegra en í gær, en þá sá ég 4 aðra á hjóli.
Þetta gerðist síðast þann 26. mars 2014 en þá hafði veðurstofan spáð stormi en mér hefur engu að síður fundist veðrið ekki nógu fráhrindandi til að sleppa því að hjóla.
Enn virkar hjólateljarinn ekki. Hann sagðist hafa talið 6 í morgun, en ég geri ráð fyrir því að það séu snjómoksturstæki en ekki hjól því ekki taldi hann mig. Finnst leiðinlegast að búið er að loka fyrir hugmyndir inni á "Betri Reykjavík" því það væri tilvalið að annaðvhort setja hita í stiginn við teljarann eða færa teljarann þangað sem hiti er nú þegar í stígnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli