2. desember 2014

Heimsókn í Kópavoginn

Er í fríi þessa vikuna og skrapp í heimsókn og hádegismat til foreldranna í Kópavogi.  Fékk þessi líka fínu svið og fleira góðgæti.  Við mamma kíktum svo í hannyrðaverslanir, eina í Hamraborg og aðra á Nýbýlavegi báðar virkilega notarlegar.

En svo kom að heimferðini og þá ákváðu foreldrar mínir að hjóla með mér heim.  Á leiðinni sáum við tré sem höfðu orðið illa úti í óveðrinu um helgina (sjá meðfylgjandi myndir), á einum stað liggur tréð yfir stíginn en þó er vel hægt að komast framhjá því.



Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...