30. desember 2014

Hjólateljarinn farinn að telja aftur!

Í gær (eftir rigningu og hita um nóttina) var klakinn loksins farinn að gefa sig yfir stígnum hjá hjólateljaranum og hann er farinn að telja hjólreiðamenn aftur.  En hann hefur ekki talið hjólandi síðan 9. desember, hafi eitthvað verið talið á tímabilinu þá eru það snjóruðningstæki.

Á leiðinni heim í gær var ég nr. 21 og í morgun var ég nr. 7.  Ég hef hjólað framhjá teljaranum svo til allan desember út af snjónum en sú leið er best hreinsuð og svo tekur við upphitaður stígur sem er mikill lúxus.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...