17. desember 2014

Hjólafréttir eftir ófærð gærdagsins

Hjólaði heim eftir vinnu áðan.  Í gær skildi ég hjólið eftir í vinnunni og tók strætó en töluverð ófærð var á höfuðborgarsvæðinu og ég ákvað að vera ekkert að reyna að puða  heim á hjólinu.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.

Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær.  Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana.  Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.

Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...