Hjólaði heim eftir vinnu áðan. Í gær skildi ég hjólið eftir í vinnunni og tók strætó en töluverð ófærð var á höfuðborgarsvæðinu og ég ákvað að vera ekkert að reyna að puða heim á hjólinu.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.
Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær. Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana. Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.
Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli