13. desember 2014

Hjólafréttir


Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í gær (föstudag).  Hef ekki farið þá leið síðan á mánudagsmorgun vegna ótíðar í veðri en þá hef ég valið að fara leið sem er ekki við opið hafið.  Það er greinilegt að sjórinn hefur verið með læti í vikunni því svona var stígurinn fyrir neðan gatnamótin Sæbraut-Kringlumýrarbraut.

Lenti í því á fimmtudaginn þegar ég hjólaði heim að hjólið rann undan mér á svellbunka.  Þetta kom mér verulega á óvart því ég hef hingað til getað treyst nagladekkjunum svo til 100%, aðeins í saltpækilsslabbi í húsagötum hef ég upplifað að missa stjórn  á hjólinu og forðast því slíkar aðstæður.
Ég var sem betur fer ekki á mikill ferð, var að lúsast niður Smiðjustíginn og þá finnst mér að afturhjólið fari að halla og ég ræð ekki neitt við neitt og enda í götunni.  Kenndi mér ekki meins enda gerðist þetta frekar rólega.  En hinsvegar minnkaði traustið á nagladekkjunum og mér finnst ég vera óöruggari á þeim en áður.  Vonandi kemst ég fljótt yfir þá tilfinningu því þessi 6 ár (ef ég man rétt) sem ég hef verið að hjóla á veturnar þá hef ég ekki lent í vandæðum og alltaf fundist ég öruggari á hjólinu en á bílnum eða gangandi.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...