4. janúar 2008

Stórfrétt!!!

Já það er ekkert smá. Því hún Hörn frænka er að fara að syngja í Carnegie Hall þann 27. janúar. Hún fær 10 mínútur á sviðinu og mun án efa verða glæsileg í alla staði.

Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.

Sjá nánar um Carnegie Hall hér.

27. desember 2007

Fimmtudagur 27. desember 2007.

Mætt til vinnu. Skrítin tilfinning, einhvernvegin eins og maður sé hér á vitlausum tíma. Svo mikil ró yfir öllu. Meira að segja klukkan gengur hægar.

18. desember 2007

Jólatónlistin

Þegar ég var lítil þá var það jólaplatan með Silfurkórinum sem kom manni í rétta jólastuðið. Þessi plata var alltaf spiluð fyrir jólin.

Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.

En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.

Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.

17. desember 2007

Og nú meiga jólin koma.

Piparkökurnar komnar í box. Bara eftir að skreyta með glassúr í öllum regnbogans litum en það gerist í dag.

14. desember 2007

Jólakort

Þegar veðrið er svona eins og það hefur verið eru skilyrði til móttöku á efni frá gerfihnöttum ekki upp á það besta. Í gærkvöldi eftir kveldmat gáfumst við fljótlega upp á að reyna að horfa á sjónvarpið og fórum að föndra.

Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.

13. desember 2007

Ný færsla


Einhverjir eru orðnir leiðir á rusaltunnumyndinni minni og farnir að kvarta undan því hástöfum. Ég segi nú bara ble við því, en kem samt með nýja færslu.

Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.

30. nóvember 2007

Fimmtudagsóveður


Skrítið hvernig hann fer alltaf að blása þegar nýbúið er að tæma úr ruslafötunum hjá mér. Þær viljan nefninlega fara á flakk þegar svoleiðis stendur á.

Hef núna 2x sett farg í tunnurnar og hefði þurft að gera það í gær líka en hafði ekki vit á því. Þetta hefur leitt til þess að tunnulokið af annarri tunnunni er farið veg allrar veraldar (er það ekki sagt svona annars?).

Ertu orðinn leið(ur) á ökuföntum í götunni þinni?

Hér er lausnin.

22. nóvember 2007

Paprikan mín


Það sem einu sinni var bara lítið fræ hefur stækkað og borið ávöx. Og nú er hann að roðna svona líka fallega.

15. nóvember 2007

Áhugamál


Fór á foreldrafund í gærkvöldi. Það var hressandi. Langt síðan ég fór síðast á svona fund þar sem allir voru áhugasamir og flestir buðu sig fram til að gera eitthvað.


Við vorum með óskalista frá bekknum um það sem þau langar að gera. Á listanum var allt milli himins og jarðar t.d. Laser-tag, verslunarferð, jólaföndur, skautar, skíði ofl. en það sem vakti áhuga hjá mér var Origami sem er fremur óvenjulegt á svona lista. En það kveikti eitthvað hjá mér því ég hef alltaf haft gaman að því að fikta með pappír. Og þá fann ég þessa síðu, þarna eru allskonar pappírsfígúrur og sýnt hvernig á að búa þær til. Ég á eftir að prófa og veit þess vegna ekki hversu góðar útskýringarnar eru.
Ps. teljarinn í 5.499. Ert þú nr. 5.500?

14. nóvember 2007

Rannsóknir og mataræði.

Enn ein rannsóknin sem gengur þvert á það sem áður hefur verið sagt. Þetta stendur í Fréttablaðinu í dag:



"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.


Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.


Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.


"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."



Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?

Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?



Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.

13. nóvember 2007

Afmæli.


Já, enn og aftur er kominn afmælisdagurinn minn. Og aftur tekst fjölskyldunni minni að vekja mig með söng (þau vöknuðu kl. 6 til að vera á undan mér, takk fyrir) og afmælisgjöfum. Alveg frábært!


Hér eru nokkur viskubrot úr bók sem ég fékk frá stórabróður:


"Resist no temptation: A guilty conscience is more honorable than regret" - Anonymous


"Every now and then, a woman has to indulge herself" - Anonymous


"Ever notice that the whisper of temtation can be heard farther than the loudest call to duty?" - Earl Wilson


"I generally avoid temptation unless I can't resist it" - Mae West


"Everything tempts the woman who fears temptation" - French proverb


"Most people want to be delivered from tepmtation, but would like it to keep in touch" - Robert Orben

31. október 2007

Hversdagsmatur


Mig langar að biðja ykkur um að deila með mér uppskriftum að einföldum hversdagsmat.


Mín sérgrein er: Egg á brauði.


Hráefni: Egg, brauð, ostur, tómatsósa


Brauðið ristað (ekki of mikið), eggið spælt á pönnu, helst báðumegin en auðvitað eftir smekk. Ostur skorinn í sneiðar og settur á brauðið og eggið þar ofaná. Tómatsósu smurt yfir.


Fljótlegt, einfalt og alveg ágætis matur.


Lumið þið á einhverju svona einföldum en góðum mat? Endilega deilið með okkur hinum.

Ein góð minning af strætó.

Ég á eina góða minningu um strætó. Það var þannig þegar ég var í menntaskóla að þá gekk maður í og úr skólanum. Mig minnir að þetta hafi verið svona 15 mín labb og áætla að leiðin hafi verið rúmlega kílómeter.

Einn daginn var veðrið mjög slæmt, svona gamaldags óveður. Snjókoma, rok og auðvitað hálka svo varla var stætt á gangstéttunum. Ég var að labba heim úr skólanum og barðist á móti vindi, var ágætlega klædd en samt orðið kalt og eins og snjókarl vegna ofankomunnar. Þá gerist það að strætó stoppar við hliðina á mér og bílstjórinn býður mér far. Honum greinilega finnst ómögulegt að láta nokkurn mann ganga í þessu veðri og aumkvar sig yfir mig. Þetta var bara svo fallega gert af honum. Ætli svona strætóbílstjórar finnist enn í dag?

27. október 2007

Mynd í Fréttablaðinu í dag

Myndin er frá árinu 1931 þegar stytta Hannesar Hafstein var afhjúpuð við Stjórnarráðið. Það sem mér finnst athyglivert og gaman að sjá eru hjólin við grindverkið. Ætli þau séu á nöglum? Einhvernvegin finnst mér það ólíkegt. En menn hafa ekki vílað fyrir sér að hjóla þrátt fyrir snjóinn.

23. október 2007

ALÞJÓÐA HÁSTAFADAGURINN VAR Í GÆR

HANN HEFUR SÍNA EIGIN SÍÐU OG ALLT. SKOÐIÐ BARA HÉR.

JÁ ÞAÐ ER MARGT SKEMMTILEGT TIL Í HEIMINUM.

22. október 2007

Eyrún er komin með nýtt blogg.

Kíkið á síðuna hennar og verið ófeimin að skrifa komment hjá henni.

Smellið hér til að hoppa beint á síðuna hennar.

21. október 2007

Gestabækur


Þær geta verið margskonar. Gestabókin í brúðkaupinu mínu og Elíasar var svolítið sérstök. Gestir skrifuðu nöfn sín á hvítt lín sem mér var gert að sauma út. Línið yrði síðar að dúk sem hægt væri að nota við hátíðleg tækifæri.


Það hefur nú gengið svona og svona að sauma þessi nöfn og nú 14 árum síðar eru enn rúmlega 30 nöfn eftir. En nú skal setja kraft í saumaskapinn og takmarkið er að ljúka við dúkinn fyrir 15 ára afmælið.


Var að ljúka við að sauma eitt nafn áðan og gleymdi mér í smá stund við að skoða nöfnin. Er fyrst núna að átta mig á því hversu skemmtileg þessi gestabók er.

20. október 2007

Skemmtilegur vinnustaður

Á þessu mikla flísatímabili sem er hér á heimilinu hef ég nokkrum sinnum skotist í Húsasmiðjuna til að kaupa ábót á flísar. Og þegar svoleiðis er keypt þarf að fara í vörumiðstöðina hjá þeim sem er staðsett í Holtagörðum.



Í fyrsta skiptið sem ég fór í vörumiðstöðina hitti ég fyrir fúlan starfsmann en eftir þann hafa allir verið glaðlegir og kátir og maður fær það sterklega á tilfinninguna að þetta sé skemmtilegur vinnustaður (hef örugglega hitt sérstaklega illa á þennan fúla). Starfsandinn virðist vera einstaklega líflegur og góður.

Mann langar að fara þarna aftur og aftur og aftur... eða allavega þá er þetta ekki einn af þessum stöðum sem mann langar helst aldrei að þurfa að koma á aftur



Annars ganga flísalagnir bara nokkuð vel og bráðum sér fyrir endann á þessu öllu saman. Draumurinn er að komast í sturtu heima hjá sér um næstu helgi.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...