31. október 2007

Ein góð minning af strætó.

Ég á eina góða minningu um strætó. Það var þannig þegar ég var í menntaskóla að þá gekk maður í og úr skólanum. Mig minnir að þetta hafi verið svona 15 mín labb og áætla að leiðin hafi verið rúmlega kílómeter.

Einn daginn var veðrið mjög slæmt, svona gamaldags óveður. Snjókoma, rok og auðvitað hálka svo varla var stætt á gangstéttunum. Ég var að labba heim úr skólanum og barðist á móti vindi, var ágætlega klædd en samt orðið kalt og eins og snjókarl vegna ofankomunnar. Þá gerist það að strætó stoppar við hliðina á mér og bílstjórinn býður mér far. Honum greinilega finnst ómögulegt að láta nokkurn mann ganga í þessu veðri og aumkvar sig yfir mig. Þetta var bara svo fallega gert af honum. Ætli svona strætóbílstjórar finnist enn í dag?

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Þig hefur verið að dreyma þetta.

Nafnlaus sagði...

Kannski...en mjög ólíklegt, flestir strætóbílstjórar myndu ekki spá í það og aðrir myndu bara hlæja að manni ;P

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...